Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1921, Blaðsíða 67
BÚLGARÍA
er koaungsríki. Boris hinn priöji með því nafni, son-
ur Ferdinands, er þar konungur (Zar). Búlgaria fékk
talsverða landauka eftir Balkanstríðin siðustu, en við
friðarsamningana 27. nóvember 1919 varð hún að láta
af höndum land til Grikkja og Serba. Nú nær Búl-
garia ekki að Grikklandshafi.
DANMÖRK.
1*011 Danmörk tæki ekki þátt í stríðinu, hefir hún
fengið nokkurn landauka, hinn danska bluta Suður-
Jótlands. Stærð landaukans er 3901,45 km! og íbúa-
talan 166603. Eru það 4 ömt, sem við hafa bætst,
Haderslevamt, Aabenraaamt, Sönderborgamt og Tön-
deramt.
Stærð Danmerkur var fyrir stríðið 39033 km! og er
því nú 43000 km2 (nákvæmt 42901). Færeyjar eru
1399 km2 og Danmörk og Færeyjar til samans 44333
km2. Fólksfjöldi Danmerkur er nú 3200000.
DANZIG
er sjálfstjórnarborg undir vernd þjóöbandalagsins.
Landrými um 1500 km’ og áætluð ibúatala 200000. í
sjálfri borginni eru 182468. Danzig er alkunnur sigl-
ingabær og kornhöfn mikil.
EISTLAND (ESTHONIA)
nær yfir sjálft Eistland, norðurhluta Livlands og
Pskoff. Stærðin er um 60 þús. km2, íbúar 1750000. Af
þeim eru 95°//o Eistlendingar, 2°/o Pjóðverjar, l°/o Rúss-
ar, 0,9°/o Lettar og Litavar, 0,8°/o Svíar og um 0,5°/o
Gyðingar. Höfuðborgin er Reval með 160000 íbúa
(1917). Landið er frjósamt og aðalatvinnuvegur lands-
manna er akuryrkja. Mest er ræktað af rúgi, þá koma
hafrar og bygg. Fimti hluti yfirborðsins er skógi
vaxinn.
(37)