Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1921, Blaðsíða 69
GRIKKLAND
er konungsríki. Konungur er Alexandros sonur Kon-
stantíns, er völdum slepti 1917. Auk peirra landauka,
sem Grikkland fékk eftir Baikanstríðin, hefir pað nú
fengið Vestur-Þrakíu frá Búlgaríu og mestan hluta
þess lands, sem Tyrkir áttu eftir í Evrópu. Nýlega
hafa Grikkir tekið Adrianopel herskildi. Pá hafa þeir
og fengið eyjar við Litlu-Asíu, og eiga að fá eyjar
þær (Dodecanese), sem Ítalía hefir á valdi sínu til
bráðabirgða. Pá hafa þeir og fengið Smyrna og meiri
hluta þess héraðs (Aídin), sem Smyrna er i, undir
yfirstjórn Tyrkja, til 5 ára, en þá á að fara fram at-
kvæðagreiðsla.
Áætlað er, að í hinu nýja griska ríki sé 6 miljónir
Grikkja (4t/2 miljón í Grikklandi og l1/2 miljón i Litlu-
Asíu og á eyjunum) og 2 miljónir annara þjóða, eða
alls 8 miljónir, en í sjálfu Grikklandi um 5 miljónir.
Stærð landsins er kringum 150 þús. km!.
ÍTALÍA
hefir fengið frá Austurríki alt Trentino (Suður-Tyrol)
og Triest, og þess utan verndarrjett yfir Albaníu.
Adríahafið má því nú skoða sem italskt haf. Stærðin
um 300 þús. kma og íbúatala liðugar 37 miljónir.
LETLAND (LATVÍA).
Stærðin er ura 64 þús. km2; íbúar voru 2^/s miljón
(1914), 78°/o Lettar, 7°/o Gyðingar, 6—7°/o Pjóðverjar,
5*/o Rússar og þess utan Pólverjar, Litavar o. fl. Höf-
uðborgin er Riga (569100). Aðrar merkar borgir eru
Libau og Vindau, alkunnir hafnarbæir. Landið er að-
allega akuryrkjuland, en margir hafa þó yfirgefið
jarðræktina og snúið sér að iðnaði. Námur eru ekki
aðrar en mókolanámur. Mótak mikið. Mikið flutt úr
landi af hör og timbri.
Sjálfstæði landsins var lýst yfir 18. nóv. 1918 og
(39)