Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1921, Síða 70
viðurkent af Bretlandi, Japan, ítaliu og ýmsum smá-
ríkjum.
LITAVÍA (LIETUVA).
Stærðin er 90 þús. km3 og ibúatalan 4651000. Af
íbúum landsins eru Litavar 54,9°/o, Gyðingar 12,5°/«,
hvítu Rússar 16,8°/o, Pólverjar og pólverskir Litavar
9,4°/o, Rússar 4,6°/o, Lettar, Pjóðverjar o. fl. l,8°/o. Höf-
uðborgin er Vilna með 214600 íbúa (1914).
Landið er aðallega akuryrkjuland. Helmingur yfir-
borðsins er akurland og fimti hlutinn skógar. Mest
ræktað af rúgi, pá bygg og hveiti, mjög mikið af
jarðeplum og hör.
Sjálfstætt ríki 16. febr. 1918. Viðurkent af Bretiandi,
Svíþjóð, Noregi, Ðanmörku, Sviss, Finnlandi, ítaliu
og Pýzkalandi.
MESOPOTAMIA
(áður tyrknesk). Stærðin er um 370 þús. km’ og ibúa-
tala 2849282 (1920). Bretum hefir verið falin umsjón
með ríkinu.
NOREGUR
hefir fengið Spitzbergen. Spitzbergen fanst 1596 af
hollenzkum manni, Barents að nafni. Árið 1607 kom
Henry Hudson (brezkur) til eyjanna. Voru nú ýmsir,
sem þóttust eiga tilkall til eyjanna, bæði Hollending-
ar, Bretar og Danir. Bretar réðu eyjunum (eða suð-
vesturfjörðunum) frá 1614 til 1670. Frá þeim tíma
voru eyjarnar engum háðar. — En 29. sept. 1919 var
samþykt af friðarþinginu, að Noregur skyldi fá yfir-
ráð eyjanna, og var Bjarnarey þá látin fylgja með.
Stærðin er um 65000 km’. Kolanámur eru þar í
landi og sagðar allgóðar. Kolin eru bæði gömul og
ung, og er talið að alls muni vera þar um 9000 milj.
lesta af kolum. Pess utan er þar járn, eir og ýmsir
aðrir málmar.
(40)