Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1921, Side 72
RÚMENÍA (ROMANIA)
er konungsríki (Ferdinand I.). Landaukar eru all-
miklir: Ressarabía frá Rússlandi, Bukovina frá Aust-
urriki og Transsilvanía frá Ungverjalandi. Pess utan
svæði með 273000 Tyrkjum (að mestu leyti)frá Búlgaríu.
Hið nýja konungsríki er liðlega 300 pús. km! og
ibúatalan er liðugar 17 miljónir.
RÚSSLAND.
í Rússlandi hafa orðið breytingar afarmiklar. Keis-
aradæmið er horfið og verkalýðurinn heíir tekið völd-
in. Ríkið er nú lýðveldi með sérstöku sniði. Er par
svonefnd ráðstjórn (sovjet-stjórn). Verkamenn, bænd-
ur, sjómenn, hermenn og aðrir starfandi menn hafa
einir atkvæðisrétt, og hefir hver peirra sín »ráð«
(sovjet), sem hugsa um hagsmuni stéttar sinnar. Ráð-
in kjósa fulltrúa á löggjafarping (kongress). Pingið
kýs framkvæmdarnefnd. Er hún skipuð 200 mönnum
í Stóra Rússlandi. Framlcvæmdarnefndin skipar
»stjórnarráð« eða 18 pjóðmálastjóra, sem svara til
ráðherra annara landa og skifta með sér verkum á
svipaðan hátt.
Höfuðborg Rússlands er Moskva. Gamla Rússland
hefir skifst í ýms ríki, svo sem Kyrjálaríki norður
frá (ráðstjórn), Hvíta Rússland (ráðstjórn), Ukraina,
Kósakkaríki við Don, ríki á Krím, og pess utan eru
að myndast sjálfstæð ríki í Norður-Kákasíu.
Alt er enn pá ókunnugt um stærð og fólksfjölda
pessara ríkja, og engin peirra hafa fengið almenna
viðurkenningu enn.
SERBÍA (JUGO-SLAVIA).
Hinn gamli framtíðardraumur Serbanna hefir nú
ræzt, pvi að nú er allur meginporri pjóðarinnar aftur
sameinaður í eitt ríki. Serbia hafði fengið miklaland-
auka í Balkanstriðunum, en nú er hún orðin mörgum
(42)