Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1921, Side 74
(11836933), mótmælendur eru 976567, grísk-katólskir
592115, Gyöingar 368970 og pess utan nokkrar pús-
undir annara trúandi manna. Allar tölurnar eru frá
árinu 1910. Skólaskylda á aldrinum 6—14 ára. Allmik-
iö um skóla, æöri sem lægri. Ólæsir menn finnast
aðeins í Slovakíu.
í Bæheimi, Mahren og Schlesíu lifa flestir ibúanna
af iðnaði og nokkru færri af akuryrkju. í Slovakíu
er akuryrkja aðalatvinnuvegur og ber langt af öllum
öðrum.
Stærðin er talin 143508 km2 og fólksfjöldi pessara
landa var tæpar 14 miljónir (1910).
TYRKLAND.
Ekki er kunnugt enn pá, hve mikla sneið af landi
Norðurálfunnar Tyrkir eiga að hafa auk Konstantinó-
pel. En líklegt er, að landsneiðin verði ekki meiri en
svo, að borgin sé langpýðingarmesti hlutinn. í henni
eru um 1 miljón íbúa.
Aðallönd Tyrkja eru í Asíu eins og áður var. En af
Asiulöndunum er í raun og veru ekki eftir nema
Litla-Asia, og pó hafa Grikkir fengið eyjarnar og tals-
verð ítök á vesturströndinni, Smyrna. ítalir hafa
einnig náð fótfestu á suðurströndinni (Adalia) og eiga
að hafa eyjuna Rhodos.
UKRAINA.
Svo er sagt, að hið fyrsta Ukrainríki hafi stofnað
verið á 9. öld. — Seinna á öldum komst pað undir
Pólland, og síðar komst pað undir Rússa og nokkur
lilutinn undir Austurríki.
Hinn 21. nóv. 1917 varð rússneska Ukrain sjálfstætt
ríki og 19. nóv 1918 var vesturhlutinn (austurríkski)
sjálfstæður, og 3. jan. 1919 sameinuðust rússneska og
austurríkska Ukrain. — Takmörk rikisins og fólks-
fjöldi eru ekki fyllilega kunn enn pá.
Viðurkent af Póllandi.
(44)