Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1921, Page 76
Búnaðarbálknr,
Súrhey.
Pað er ekki minna vert að gæta fengins fjár en afla.
Pað er til lítils gagns að rækta landið og fá mikið
heyfall — ef nýtingin er slæm og heyið gagnslaust.
Heyverkun er óefað allra pýðingarmesta málefni land-
búnaðarins. Pað er miklu nauðsynlegra að bæta hey-
verkunina en auka grasræktina. Pað er ófyrirgefan-
legt, að bændur skuli ekki hagnýta sér betur þær
umbætur og reynslu, sem þegar er fengin. Pegar
ópurkar ganga er það algengt, að menn eru að þvæl-
ast með heyið, láta það hrekjast og hrekjast, þangað
til það er orðið lélegt fóður eða jafnvel einskis virði.
Hví láta menn heyið ekki í súrheystóft áður en pað
skemmist? Torfi í Ólafsdal kendi: Búið til þurhey í
purkatíð og sárheij í ópurkatíð. Halldór á Hvanneyri
hefir nákvæmlega lýsl súrheysgerð í Búnaðarritinu,
og Búnaðarfélagið lætur mönnum í té leiðbeiningar,
ef óskað er.
Munið eftir að læra súrheysgerð og nota hana í
óþurkum.
Súrþari.
Pað er nú orðið kunnugt um land alt, að Daníel
bóndi á Eiði á Langnesi hefir fyrstur manna súrsaö
þara. Þeir eru furðu fáir, sem hafa tekið upp þessa
verkunaraðferð á þörungum. F*eir eru fljóttaldir: Sam-
býlismaður Daniels á Eiði, Ásgeir i Knararnesi og
Guðmundur Bárðarson að Bæ í Hrútafirði.
Fjörubeit er notuð til mikilla muna víðast hvar við
strendur landsins: Frá Pjórsá vestur, norður og aust-
ur fyrir land að Álftafirði að minsta kosti. Hérálandi
verða menn ávalt að hafa það hugfast, að fjörur get-
ur lagt að vetrinum. Hver hygginn bóndi ætti því í
tíma að safna sér þörungafóðri og geyma til vetrar-
(46)