Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1921, Page 77
ins. Bezt er þá að súrsa þörungana. Fyrirhafnarminst
er að taka þá úr hrönnum. Bezt er þá að taka úr
nýjam hrönnum, einkum ef þær eru sölvaríkar. Súrs-
unaraðterðinni hefir áður verið iýst í Almanakinu.
Mumð að nota góðar hrannir og súrsa nóg til vetr-
) arfoiða handa fénaðinum. Pótt svo færi, að afgangur
yrði að vo' inu, þá er því alls ekki á glæ kastað, því
að súrþari er fyrirtaks áburður.
Farið vel með skepnurnar.
Pað er svo rótgróið í eðli þjóðar vorrar að tefla á
tvær hættur. Eflaust verður erfitt að útrýma því, af
því að það er náttúran sjálf, sem hefir steypt oss í
því mótinu. Stundum er mikill grasvöxtur og stund-
um litill. Stundum eru góð heyþurkasumur, enstund-
ura eru sumrin svo, að engin tugga fæst almennilega
j hirt. Stundum er mikil síld og stundum er engin sild.
Eða með öðrum orðum: Náttúran er stundum svo
örlát, að hún gefur oss allsnægtir, en stundum er
i hún svo harðbrjósta, að hún lætur oss í té mjög lítið
eða ekkert. Af þessu mislyndi náttúrunnar kviknar
áhættufýsnin — sem kemur svo víða í ljós, og ekki
hvað sízt i ásetningi á haustin. Ef veturinn verður
góður, getur vel farið, þótt mikið sé sett á, en komi
harður og langur hagleysuvetur, — hvernig fer þá?
Fað verður auðvitað stráfellir á stórum svæðum. —
Menningin á íslandi er ekki komin á hærra stig en
það, að menn skammast sín ekkert fyrir að drepa úr
hor, og horfellislögin eru jafnvel minna virt en bann-
lögin. Munið eftir því, að skepnan er lifandi vera.
Látið yður skiljast, að það er skylda yðar að láta
fara vel utn skepnurnar, úr því að þér teljið yður
drotna þeirra og eigendur. Munið eftir að það er lít-
ilmannlegt að kvelja skepnur. íMunið eftir, að það
hvílir mikil ábyrgð á öllum skepnueigendum, og þaö
er blátt áfram illuienska að leika þær grátt.
Temjið yður að glæða sem bezt ábyrgðartilfinn-