Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1921, Side 78
inguna í yðar eigin brjósti og gætið pess, að pér
haflð skyldum að gegna gagnvart öllum lífsverum,
sem yður eru háðar, hvort heldur pað eru skepnur
eða menn.
Lærið að sá.
»Sáið og raunuð pér uppskera«. Pað er ekki jarð-
rækt í lagi, ef ekki er sáð. Jarðvegurinn parf að rót-
ast um og verða fyrir áhrifum loftsins, og pegar hann
hefir tekið æskilegum breytingum parf að sá í hann.
Fræsíns eiga bændur sjálfir að afla sér í sinni land-
areign. Bændaskólarnir og alpýðuskólarnir eiga að
kenna bændum og bændaefnum að afla pess.
Helgi Jónsson.
Hraði og magn vindarins.
Hreyfingu loftsins nefnum vér vind. Eftir pví sem
hún er meiri, er hann hvassari. Eftir hinni mismun-
andi hreyfingu loftsins hafa menn skift vindinum í
stig, og miða pá við hraða hans og magn.. Framan af
var skifting pessi á reiki, en nú hafa flestar pjóðir
komið sér saman um að skifta vindhraðanum i 12
stig, og 13, ef logn er talið með. Þessi stig eru ekki
öll jafnstór hlutfallslega, p. e. vináhraðinn og magnið
fara ekki y'a/nhækkandi eins og tröppur í stiga, held-
ur fara pau sístækkandi, eftir pvi sem hraðinn vex,
p. e. hvessir. Sú skifting, sem flestar pjóðir nú brúka,
er kend við brezka sjóliðsforingjann Beaufort og
hljóðar pannig: 0 = Iogn, 1 = andvari, 2 = kul, 3
= gola, 4 = kaldi, 5 = stinningsgola, 6 = stinnings-
kaldi, 7 = snarpur vindur, 8 = hvassviðri, 9 = storm-
ur, 10 = rok, 11 = ofsarok, 12 = fárviðri eða felli-
bylur.
Þó að nokkurt álitamál geti verið um pessa skift-
(48)