Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1921, Blaðsíða 83
Pess skal getið, að skrá sú, sem hér er sett yfir
hraða og magn vindarins og bygð er á Beauforts
hraðakerfi, er víðast flutt til heilla talna til pess að
gera vindmálin einfaldari og gleggri yfirlits. Pessu
munar svo litlu frá hinu rétta, að pað raskar alls
ekki að neinu ráði aðalhlutföliunum.
S. E.
Tnnglöldin.
Allar mentapjóðir hafa haft aldatal til pess að geta
fyrirfram ákveðið timatal sitt, sagt um tunglkomur,
tungl- og sólmyrkva og hátíðahöld. Ein af pessum
öldum er tunglöldin, 19 ára timabil. A 8. öld f. Kr.
gátu Forn-Egyftar sagt fyrir um alla tunglmyrkva.
Peir höfðu veitt pvi athygli, að samgöng sólar og
tungls verða með sama móti á ákveðnu tímabili, á
rúml. 18 árum (»júlíönskum«). Á peim tíma hafði
tunglið farið 223 sinnum kring um jörðina (»223
tungl«). — Hin eiginlega tunglöld er kend við Metan,
forngrískan stærðfræðing í Apenu (f. 433 f. Kr.). Hann
reiknaði út á annan hátt en prestarnir á Egyflalandi.
Hann fann hina réttu tunglötd, 19 ára tímabil eða 235
mánuði (tungl). Af pessum 235 mánuðum hafði hann
125 með 30 dögum, en hina alla með 29 dögum.
Þetta aldatal er reyndar að mestu komið frá Kalde-
um, og pað byggist á pví, að 235 tunglsumferðir frá
tunglskveikingu til næstu kveikingar tnngls eru ná-
lega jafnar 19 réttum sólarárum. Á peim tíma ber
allar tunglkomur og tunglbreytingar altaf upp á sama
mánaðardag í júlíönsku ári. Hin alkunna »gullintala«
(gyllinital) er ártal tunglaldar hinnar minni. Petta ár
(1921) er 3. tunglaldarárið eða »gyliinital« 2. —
S P.
(53)