Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1921, Side 85
liggur mér við að segja, og mun hún lialda uppi
minningu hans meðan íslenzk menning lifir og dönsk
tunga er töluð. Hafa fáir reist sér veglegra minnis-
merki, og mun það standa ósnortið af tímans tönn
þegar bautasteinar annara manna eru moldu orpnir.
Á aðalfundi hins íslenzka náttúruíræðisfélags 5.
dag febrúarmán. 1916 var vakið máls á því að 200
ára afmæli Eggerts Olafssonar færi bráðum í hönd.
Eggert Briem frá Viðey kom með þá tillögu, er var
samþykt, að félagið kysi 9 manna nefnd til þess að
sjá um að 200 ára afmæli Eggerts yrði hátíðlegt hald-
ið. Nefndin átti einnig að leita samskota tii sjóð-
stofnunar. En sjóður þessi átti að annast um áfram-
haldið af æfistarfi Eggerts. Fyrir félaginu hefir auð-
sjáanlega vakað, að sú þjóð, sem átti Eggert Olafs-
son, gæti eignast annan »Eggert 01afsson« ef nauð-
synleg þrónnarskilyrði væri fyrir hendi. Svipuð hug-
mynd kemur í ljós i kvæði Jóns Porleitssonar: »Ætt-
um við bara Eggerts jafna, allvel mundu blómin
dafna«.
Ef þeir timar skyldu renna upp að íslenzkir vís-
indamenn gætu lifað af vísindaiðkunum sínum, þá
tel eg ekki vonlaust, að vér gætum eignast annan
Snorra Sturluson, annan Eggert Olafsson, annan
Jónas Hallgrímsson o. s. frv. Fessi fyrirhugaða sjóð-
stofnun, sem á að bera nafn Eggerts Olafssonar og
áður var getið, á að vinna að þessu á sínu sviði.
Samskotin eru þegar byrjuð og þeim verður haldið
áfram að minsta kosti þangað til 1926. Minningar-
sjóður Eggerts Ólafssonar var stofnaður 29. desember
1916 með 100 kr. gjöf frá formanni nefndarinnar
Eggert Briem frá Viðey. Fjeð er geymt og ávaxtað í
Söfnunarsjóði íslands (5443 kr. 17 aura). Upphæðin
er ekki há ennþá, en hún þarf að verða miklu hærri;
ef vel á að vera þarf hún að þúsundfaldast. Menn
eru alment beðnir að styrkja þetta þarfa málefni og
senda gjafir til sjóðsins. í því efni eru menn beðnir
(55)