Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1921, Síða 86
að snúa sér til Dr. phil. Flelga Jónssonar í Reykja-
vík, sem er gjaldkeri sjóðsins.
Korntegundirnar.
Grasættina (sjá Plönturnar og Flóru) er óhætt að
telja einhverja hina nytsömustu ætt jurtarikisins.
Með orðinu nytsamar er þá átt við að tegundir gras-
ættarinnar sé gagnlegar fyrir mennina. Pær eru sem
sé aðalfæða mannanna beinlinis og óbeinlínis. Korn-
tegundirnarteljasttilgrasættarinnar, ogpæreru, einsog
alkunngt er, víðast hvar aðalfæða manna Sumar grasa-
tegundir eru ágætar fóðurtegundir. Alidýrin éta fóður-
grösin og mennirnir éta svo dýrin. Fóðurgrösin eru pví
óbeinlínis mannafæða. Eða með öðrum orðnm: Par
sem loítslagi er svo háttað, að korntegundir þrífast
ckki, eru aiidýrin nauðsynlegur milliliður milli jurt-
anna og meltingarfæra mannanna.
Oft er talað um brauðkorn iands og landa, er pá
átt við pá korntegund, sem algeng er í landinu og
notuð er til brauðgerðar. En brauðgerð er kunn
meðal allflestra flokka mannkynsins, að þeim allra-
lægstu undanskildum. Um brauðgerðina parf ekki
að orðlengja, hún er svo alkunn. Aðalatriðið er að
breyta mjölinu í sykurkend efni, svo auðveldara sé
að melta.
Korntegundir hafa verið ræktaðar frá ómunatíð
og er nú að skoða sem ræktunartegundir. í upphafi
eru pær auðvitað komnar af víðavangstegundum.
En af hvaða víðavangstegundum pær eru komnar er
ekki auðið að segja nú, nema ef til vill um einstakar
korntegundir. Hinar helztu korntegundir, sem hér
eru notaðar eru: rúgur, hveiti, bygg og hafrar. Maís
er einnig notaður hér en mjög lítið til manneldis.
(56)