Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1921, Side 87
1. Rúgur. Það verður að teljast vafasamt, hvort
svo beri að skilja að vér þekkjum víðavangsforfeður
rúgsins. Að vísu er oss kunnugt að í Miðjarðarhafs-
löndunum vex fjölær grastegund, sem er náskyld
rúgi. Og ýmislegt bendir á, að pessi tegund geti ver-
ið forfaðir rúgsins. Meðal annars sem bendir í þá
átt má nefna, að fjölær ræktaður rúgur vex í landi
Don-Kosakkanna,
Svo er sagt að rúgur hafi fundist sem illgresi t
hveitiökrum í Afganistan. Svo lítur jafnvel út sem
hann hafi fundist á víðavangi i Turkestan, en líklegra
má telja að liann hafi verið ræktaður þar. Ait virð-
ist benda á aö rúgræktin hafi komist á legg í lönd-
unum víð Kaspihafið og Svartahafið. Á það bendir
að minsta kosti að allar hinar 5 eða 6 tegundir af þess-
ari kynkvísl vaxa í hinum vestlæga meðalheita hluta
Asíu og suðausturhluta Evrópu.
Stutt er síðan farið var að rækta rúg, því að hvorki
hefir hann fundist í grafhvelfingum Fornegypta eða
í haugum vatnabúðarmanna í Sviss. Plinius getur
fyrstur um rúg í Norður-Ítalíu, og bætir við að þaö
sé Iéleg korntegund.
Nafn þessarar korntegundar er hér um bil eins
meðal germanskra og slavneskra þjóða og aðallega
er rúgur ræktaður af þessum mannflokkum. Rúss-
land er mesta rúgland á jörðunni (Eystrasaltsrúgur,
Svartahafsrúgur) Rúghéruðin eru einkum um mið-
hik landsins og víðast hvar sá bændurnir á haustin.
I Síberíu, einkum i héruðunum kring um Tomsk og
Tobolsk, er einkum sáð á vorin. Rússland hefir
framleitt meira en helming af rúgi heimsins, en nú
siðustu árin hefir lítið heyrst þaðan um þau efni.
Árið 1919 var áætluð rúgframleiðsla eftir því sem
næst varð komist þessi: Pýzkaland 6^/2 miljón smá-
lestir, Pólland um 3 milj. smálestir, Tjekko-Slovakia,
Ungverjaland og Austurríki tæpar 2 milj. smálesta.
Par næst kemur Frakkiand með liðlega 700,000 smá-
(57)