Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1921, Blaðsíða 90
íinnast ekki í hinum gömlu gröfum Egypta, en í Sviss
hafa fundist liafrakorn í broncealdarleifum. í forn-
öld er getið um hafra á Italíu og Grikklandi og á
Pýzkalandi voru þeir algengir um líkt leyti. Líklegt
er að hafrar staíi frá sömu héruðunum og rúgurinn,
en um forfeður hafranna vita menn sáralítið. Til
Norðurlanda hafa hafrar komið seiuna en hinar
korntegundirnar, en nú eru peir ræktaðir þar meira
en nokkur önnur korntegund. Hafrarækt er á háu
stigi í Austur-Evrópu, Mið Evrópu, Norður-Ameríku
og hinum meðalheitu löndum Asíu. Pá er og nokkur
liafrarækt í Australíu og Suður-Ameríku. Mestuhafra-
lönd í heimi eru Rússland og Bandaríkin í Norður-
Ameríku.
Sjálffrævun er algeng meðal hafra, byggs og hveit-
is; þó getur aðfrævun átt sér stað á hveiti og höfr-
um, því að blóm þeirra opnast stundum. Aldinið,
»kornið« er innilukt af blómögnunum eins og á byggi,
og losnar ekki úr þeim við þreskinguna. í Kína er
ræktuð hatrategund með berum kornum, þ. e. aö
segja kornin losast úr blómögnunum við þresking-
una. Hafrar þykja góð og auðmelt fæða. Er í þeim
allmikið af eggjahvítuefnum og meira af fltu en í
hinum korntegundunum.
Heimsframleiðslan var (1904) 54 milj. smálesta og
var þá Rússland efst á blaði (liðl. 15 milj. smálesta)
og þar næst Bandaríkin (liðl. 13. milj. smálesta). Par
næst er Pýzkaland með 7 milj. smálestir.
4. Hveiti er ævagömul korntegund. Hafa tundist af
þvi leifar i gröfum Egypta frá því 4 þúsund árum
fyrir Krists burð, og hveitirækt var í Kína þrjú þús-
und árum fyrir Krist. Hveititegundir eru afarmarg-
ar, en ekki vita menn nú um víðavangsforfeður
þeirra, að einni undantekinni. Sú tegund er kölluð
einkorn. Er hún lítið ræktuð nú á dögum, en 1
fyrndinni var hún meira ræktuð. Víðavangstegund
(60)