Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1921, Qupperneq 91
sú, sem einkorn er komið af vex í Grikklandi, Serbíu,
Litlu-Asíu og Mesopotamíu. Líklegt er að hveititeg-
undirnar yfirleitt sé upprunnar í suðvesturhluta Asíu.
Svæði hveitiræktarinnar er afarstórt nú á dögum,
og miklu stærra en ræktunarsvæði rúgsins. Hveiti
parf meiri hita en rúgur og þolir líka miklu meiri
hita. Hveiti er aðalkorntegund vetrarregnslandanna,
t. d. Miðjarðarhafslandanna og suðurodda Afríku.
Á norðurhvelinu nær hveitiræktarbeltið alllangt norð-
ureftir, eða norður um 50° n.br. bæði í Norður-Ame-
ríku og Evrópu og sumstaðar vex hveiti talsvert
norðar, í Skotlandi norður að 57° n. br. og í Noregi
talsvert norður fyrir 60° n. br. Beltið nær mjög langt
til suðurs, eða svo að segja suður undir hvarfbaug
krabbans. Víðátta hveitiræktarbeltisins er nokkuð
svipuð á suðurhveli jarðar.
Mestu hveitiræktarlönd jarðarinnar eru Banda-
rikin í Norður-Ameríku og Bússland. Á síðustu ára-
tugum hefir oltið á ýmsu hvort landið hefir ræktað
meira. 1919 var áætluð hveitiuppskera í Bandarikj-
unum 25 milj. smálestir, en frá pví ári er ekkert
kunnugt um Bússland. Árið 1919 var álitið að Kan-
ada, Bandaríkin, Argentína, Uruguay, Australia, Nýja-
Sjáland, Algir, Tunis, Rumenía, Serbía og Indland
ræktuðu svo mikið af hveiti að þau væru aflögu
fær. Áætluð uppskera í löndum þessum 1919 var
samtals af hveiti 50,250,000 smálestir og af rúgi
2,871,000 smálestir. Álitið var að þau gætu flutt úr
landi samtals af rúgi og hveiti 20,290,000 smálestir
1919—1920.
Á Norðurlöndum er lítil hveitirækt, en hún er þar
gömul, frá þvi eitthvað nálægt 1000 árum fyrir Krist.
í Danmörku er hveitiræktin einkum á Lálandi og
Falstri, og í Noregi í suðvesturhorninu (Jarlsberg-
amt).
Hveilitegundir eða afbrigði eru ákaflega mörg,
kringum 700 segja þeir sem bezt til þekkja. Af álfun-
(61)