Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1921, Page 92
um er Evrópa langmest hveitiland og framleiðír um
það helmingi meira en Norður-Ameríka, sem gengur
næst. Þar næst kemur Asía og er hveitirækt þar hálfu
minni en í Norður-Ameríku. Suður-Ameríka gengur
næst Asíu, en hveitiræktin þar er 2^2 sinnum minni.
Ástralía framleiðir þrisvarsinnum mínna hveiti en
Suður-Ameríka. Afríka er lægst álfanna og er hveiti-
ræktin þar um það 2/s af hveitiræktinni i Ástralíu.—
Pess skal þó getið að þessi samanburður styðst við
tölur frá 1905.
5. Rís eða hrísgrjón. Nafnið er hér um bil eins í
öllum málum og er það komtð úr Sanskrít. Rís er
aðalkorntegund hitabeltisins og hinna heitlægustu
svæða meðalbeltanna. í þessum beltum eru þéttbýl
ríki er aðallega leggja stund á akuryrkju. Svo má að
orði kveða, að helmingur mannkynsins lifi af hrís-
grjónum sem aðalfæðu. Heimkynni rísræktarinnar er
í suðausturhluta Asíu, og þar eru hin fjölmennu
riki Kína (400 milj.), Indland (300 milj.) og Japan (78
milj.) er skara langt fram úr öllum öðrum i risáti.
Hrísgrjónarækt hefir átt ser stað í Asíu frá ómuna-
tíð. í Kína er getið um rísrækt 2800 árum fyrir Krists
burð. Er þess getið, að sjálfur keisarinn hafi sáð
rísi við hina hátíðlegu sáningu fimm hinna helstu
ræktunarjurta, en að prinsarnir hafi sáð hinum. Af
þessu má ráða, að rísrækt hefir þá staðið með mikl-
um blóma og þjóðin hefir kunnað að meta hrísgrjón-
in að verðleikum. Á Indlandi hefir rís einnig verið
ræktaður langt fram í aldir. Líklegt má telja, að
Grikkir hafi fyrst kynst rísræktinni, þegar Alexander
hinn mikii fór sinn fræga leiðangur til Indlands.
Einhverntima í fornöld hefir rísrækt byrjað í Sýr-
landi og Egyptalandi og víðar í Norður-Afríku. Löngu
seinna fluttist rísræktin til Spánar; Frakklands og
Italíu. Er sagf að rís hafi í fyrsta sinni veríð rækt-
aður í Ítalíu árið 1468 nálægt Pisa. Sagt er að rís
(62)