Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1921, Page 93
hafi fluzt til Ameríku 1647, en fyrir alvöru byrjaði
rísræktin ekki fyr en um 1694. Pá leitaði enskt skip
hafnar í Charlestown í vondu veðri. Það kom frá
Madagaskar og ætlaði heim til Englands. Skipstjóri
heimsótti pá landstjórann í Karolina. Höfðu þeir
áður hitzt á Madagaskar. Landstjórinn talaði pá um
að sig langaði til að reyna að rækta rís í votlendu
svæði i garðinum sínum. Svo heppilega vildi til að
skipstjóri gat látið honum í té rís. Petta var byrjun-
in tíl hinnar miklu og arðsömu rísræktar í ríkinu
Karolina. í Charlestown vita menn enn hvar garður
landstjórans lá og pað gleymist vist seint.
Asia er rís-auðugasta álfan. Pegar norðurhluti álf-
unnar er undantekinn vex rís svo að segja alstaðar.
Þrír fjórðu blutar hrisgrjónanna á heimsmarkaðin-
um eru frá Vestur-Indlandi (langmest úr Bengalen)
og Birma. Onnur ríki í Asiu rækta einnig ósköpin
öll af rís svo sem Kína, Japan, Java, Malakkaríkin,
Siam o. fl. En flest þessara rikja framleiða ekki
meira en pau purfa sjálf.
Afríka er miklu minna rísland en Asía, af pví að
landslagi hagar par ekki vel til rísræktar nema á
nokkrum stöðum. Helzta ríslandið í Afriku er Egypta-
land, enda er þar ágætur jarðvegur fyrir rís í efj-
unni, sem eftir verður, þegar Nílflóðin sjatna. Rís
her hundraðfaldan ávöxt í Egyptaiandi. Rísrækt er
einnig í Senegal, franska hlutanum af Sudan, Mada-
gaskar, Reunion og Mauritius og þess utan meðfram
ströndunum í Vestur- og Austur-Afríku.
í Australíu er fremur lítil risrækt. Par er ris eink-
um ræktaður í Nýja Suður-Wales og Queenslandi.
Rísræktin i Evrópu er einnig fremur lítil. Ítalía
er mesta ríslandið og eina landið í álfunni par sem
meira er ræktað en borðað er í landinu. Par næst
má telja Spán, Portúgal og Grikkland. I Frakklandi er
og rísrækt í Róndalnum.
í Norður-Ameríku er aðal rísræktin í Bandaríkj-
(63)