Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1921, Page 96
korntegund, frá 2—4 metrar á hæð. Bandaríkin i
Norður-Ameríku eru mesta maisland i heimi, en Ar-
gentínu fer óðum fram, og fyr eða síðar fer hún
líklega fram úr Bandaríkjunum, ©g verður mesta
maisland veraldarinnar.
Helztu maislöndin í Evrópu eru: Ungverjaland,
Ítalía, Spánn og Suður-Frakkland. Mais er talinn
ágætt fóður, hvort heldur er fyrir menn eða skepnur.
Mais er ekki góður til brauðgerðar nema blandað sé
við '/* af hveiti eða fínu rúgmjöli.
Hér á landi kunna menn ekki alment að matreiða
mais og borða, en algengt er að nota mais til skepnu-
fóðurs.
7. Hirse var áður talsvert ræktað í Evrópu, en
finst nú aðeins í Suður- og Austur-Evrópu. Aðal
hirse-löndin: Mið-Asía, Norður-Indland, Kina og
Japan.
8. Svevtingja-hirsc er ásamt Durra lielzta korn*
tegundin í Afriku og er ekki ræktuð annarsstaðar.
9. Durra er ræktað i Suður-Frakklandi, Ítalíu, Ung-
verjalandi, Indlandi og í Afríku frá Egyptalandi og
um alt miðbik álfunnar eða í hitabeltinu. Nýlega er
farið að rækta Durra í hinmn heitari héruðum i
Norður-Ameríku.
Helgi Jónsson.
(66)