Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1921, Page 102
Það heflr verið drepið á pað liér að fráman, hversu
auðvelt er að kveikja og slökkva rafljósin. Hefir pvl
verið komið fyrir margskonar sjálfkveikjuáhöldum,
sem litt eða ekki verður við komið á öðrum ljós-
færum. Eru t. d. stigar og rið lýst með pessum hætti.
Ljósið kviknar af sjálfu sér þegar um er gengið og
sloknar síðan sjálft.
Sakir pess, að glóðarpráðurinn er i lokuðu hulstri
og brunahættan engin, pá má koma Ijósunum fyrir
hvar sem vill, að kalla má. Pað er nú t. d. orðið at-
siða að hafa rafljós á jólatrjám, og er par með af-
stýrt eldshættu, sem oft varð að tjóni og olli stór-
brunum erlendis, meðan lýst var með kertum. Gust-
ur og dragsúgur veldur rafljósunum engum baga,
eins og gasljósum og oliuljósum.
Enn er eftir að minnast á, hve holl rafljósin eru
og óskaðleg heilsu manna, pann kostinn, sem jafn-
vel er mest í varið.
Mikil viðbrigði pykir kvenpjóðinni að notkun raf-
Ijósa fyrir prifnaðarsakir. Það er ekki lítið verk aö
hreinsa olíulampa og gaslampa, loftið verður skjótlega
blakt af ósi og ryki yfir lömpunum, veggjapappírinn
skemmist og óhreinkast, gluggatjöld fyllast ryki og
bækur skemmast í opnum skápum. Raflýsingin hefir
engin pessara ópæginda í för með sér. — Apekkir
eru yfirburðir rafljósa um áhrif á andrúmsloft i her-
bergjum. Gasljós, olíuljós og kertaljós valda ópægi-
legri lykt, einkum ef pess er eklci vandlega gætt, aö
hæfilega logi eða lamparnir sé vel hirtir. Kemur
petta af pvi, að af öllum þessum ljósum kemur meiri
eða minni eimur af brunaefnum, pví að bruninn
verður sjaldan fullkominn.
Vlð brunann kemur ávalt nokkur hiti i herbergin
og er pað oft talið olíulömpunum til kosta, að peir
vermi húsin að vetrinum kostnaðarlaust jafnfiamt
pvi sem pau lýsi. — Er það og satt, að olíuljósið
hitar prjátíu og fjórum sinnum meira en rafljós, sem
(72)