Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1921, Qupperneq 106
gætni sé við liöfð, og í öðru lagi er auðveldlega hægt
að gera suðuáhöldin svo úr garði, að þau haldi hæfi-
legum hita, án nokkurs eftirlits. Gashitun er nokkuð
tempruð, en verður pó að vera háð sífeldu eftirliti,
ef hitinn á ekki um skör fram að eyðast tii ónýlis.
Ef ekki er að gætt, þá logar oft óþaiflega mikið
þegar suðan er komin upp; því þarf einhver að vera
við til þess að minka gasstrauminn á réttum tíma.
Ella verður »gasreikningurinn« hærri en hann þyrfti
nauðsyniega að vera.
Rafsuðuáhöld hafa hingað til verið með þrennu
móti. Eitt fyrirkomulagið er það, að umbúningur er
ger í botni ílátsins, sem rafstreymið er sett í sam-
band við og breytist þar í hita. Með þessum hætti
kemur langmest af hitanum að notum, eða 88 af
hundraði.
En til þess að geta notað venjulega potta, hefir
verið notuð önnur aðferð. Er þá höfð svonefnd suðii-
hella úr járni, og framleiðist hitinn í hellunni, en
þan gað er rafstreyminu veitt. Potturinn er settur of-
an á helluna, eins og yfir gaseld eða olíueld. Botn-
inn á pottinum þarf að vera flatur, svo að hann falli
sem allra bezt að hellunni. Með þessum hætti fer þó
meira af hitanum að forgörðum. en talið er, að 65
af hundraði komi að notum. Tii samanburðar má
geta þess, að við gassuðu með fullkomnustu tækjum
koma ekki nema 50°/o af hitanum að notum og oft'
gengur miklu meira í súginn, efofmikið er látið loga,
jafnvel þrír tjórðu hlutar eða þar yfir.
Priðja fyrirkomulagið er hið sama, sem haft er
við »moðsuðu«, nema umbúnaðurinn er betri. Pott-
urinn er tekinn þegar suðan kemur upp og settur
niður í kassa, sem fóðraður er efnum, sem ekki eru
hitaleiðarar. Áhald þetta mætti heita seyðir. Hitinn
getur þá haldist nægilega lengi í seyðinum til þess,
að margur matur sé soðinn áður en hann kólnar
um of.
(76)