Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1921, Síða 116
Engin rós án þyrna.
(Gamalt æfintýri).
Ung hjón sátu við vöggu sonar síns og báðu guð
um hamingju honum til handa. Pau báðu þess, að
aldrei skorti hann fjármuni, yrði aldrei sjúkur, þekti
engar sorgir eða vonbrigði o. s. frv. Engill drottins
kom til þeirra og varaði þau við slíkum bænum og
sagði að þetta, sem þau óskuðu, væri hið hræðileg-
asta hlutskifti nokkurs manns. En þau skildu það
eigi og héidu bænum sinum áfram, unz engillinn hét
þeim bænheyrslu.
Drengurinn varð fulltiða maður og lifði hvern dag
í þessari hamingjusól. — Það leið e'gi á löngu þartil
hann varð vondur maður og leiður á öllu i liflnu.
Ekkert gat gert hann ánægðan, því að ekkert vantaði
hann Og gömlu hjónin giétu þegar þau skildu, að
öll hamingjan, sem þau fengu hjá guði til handa hon-
um, var í rauninni ógæfa hans og vansæla. Pau haðu
nú aftur til guðs, að hann gæfl syni sinum fatækt,
vonbrigði og vanheilsu, til þess hann lærði að þekkja
lifið og sársauka þess og gæti því metið verðgildi þess
góða og fundið samkend með þeim, sem bæru þyngst-
ar byrðar lífsins. Og guð heyrði aftur bænir foreldra
hans. Maðurinn fór að vinna fyrir sér, þegar efni
hans þraut og enginn vildi lita við honurn sökum
fyrri breytni hans. Og hann varð nú oft fyrir von-
brigðum og ýmsi'm sjúkdómum. Petta geröi hann
sælli og ánægðari með lífið en hann áður var, og
hann líknaöi þeim, sem erfltt áttu, og varð kærleiks-
ríkari en áður. — Og á sínum tima dó hann, ánægð-
ur með siðara hlutskifti sitt og sáttur við guð og
menn. —
Sá, sem ekki þekkir myrkrið, getur eigi metið verð-
mæti og unað ljóssins. Sá, sem aldrei hryggist eða
(86)