Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1921, Page 119
er von á þráviðri eða úrkomu. — Ef úlfar, sem svo
eru kallaðir og flestir menn þekkja, sjást á austur-
lofti um sólu, þá má vænta illviðris og kulda, eftir
árstíðum. Aftur á móti boða slíkar aukasólir á vestur-
lofti betri veðráttu, oft gott þráviðri. Rauðleitir eða
fremur grænleitir úlfar um sólu vita oftast á hvass-
viðri eða úrkomu. —
Veðrahjálmur er náskyldur rosabaugum. Hamr
myndast af tveimur geislabaugum um sólu, með tals-
verðu millibili. Hvítleitir úlfar i honum vita á lang-
varandi kalt þráviðri. — Veðrahjálmur er fremur
sjaldgæfur. — S. P.
Shritlnr.
Vilar sóknarbörn. — Síra Ó., sem var annálaður'
mælskumaður, var vanur að skera upp á fyrir söfn-
uð sinn. Eitt sinn sagði hann meðal annars í ræður
»Fólkið gengur ljúgandi og stelandi bæja milli og.
hringiöa helvítis gapir fyrir fótum þess«.
Þegar út var komið úr kirkjunni, sögðu sóknar-
börnin:
»Gott var það núna hjá honum, eins og vant er,.
blessuðum«. (Ó. S.)
Gat samt grálið. — Einu sinni var sami prestur að
%tja líkræðu yfir gömlum rnanni. Dóttir mannsins
gekk á eftir til prestskonunnar og mælti: »Atveg gat
grátið yfir, hve ræðan var góð hjá prestinum; en
sárast þótti mér, að ég heyrði ekki eitt einasta orð,
sem hann sagði«. (Ó. S.)
Ekki samt pi't. — Prestur var að jarða. Hann var
nokkuð klaufskur stundum, en hafði samt tekist
slysalaust, unz hann ætlaði að kasta moldinni af
þriðju rekunni ofan i gröfina. Pá rak hann hanæ
(89)