Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1921, Page 123
llás'kólakennari nokkur, sem oft var nokkuð við-
utan, hafði dvalizt uppi í sveit og var að fara heim-
leiðis úr sumarfríi. Pegar hann var seztur í járn-
brautarvagninn og lestin komin af stað, fór hann að
velkja fyrir sér, hvort hann hefði ekkert skilið eftir.
Hann tók upp vasabók sína, athugaði hana spjald-
anna á milli og leitaði þar af sér allan grun. — Þegar
liann kom á járnbrautarstöðina, kom dóttir hans
fagnandi á móti honum, en pegar hún sá, að hann
var einn sins liðs, sagði hún: »Pabbi! Hvar er hún
mamma?«
Þá vaknaði gamli maðurinn eins og af svefni og
sagði: »Ja, þetta fann eg á mér, að eg hafði gleymt
einhverju í sveitinni, pó að eg kæmi ekki fyrir mig,
bvað paö var!«
Hómarinn: »Þér seglð, að Porkell hafi barið yður
á augað. Getið pér sannað pað? Hafið pér nokkurn
®jónarvott?«
Sá barði: »Nei, nei! Eg hefi ekki nokkurn sjónar-
■vott á pví auganu síðan«.
»Mamma! við erum í skólaleik«, sagði Sigga litla.
»Pá vona eg, að pú kunnir að hegða pér sæmí-
5ega«, svaraði móðir hennar.
Sigga: »Eg parf ekkert að »hegða raér«; eg er
‘kennari!«
I hjónabandsskrifstofunni. — »Eg vildi gjarna kom-
«st i hjónaband, . . . en einungis af ást«.
Skrifstofustjórinn: »Fyrirgefið! Sú deild hefir veriö
'ögð niður«.
Húsbóndinn (við húsfreyju sína): »En hvað hann
Sandfjörð hefir krækt í fallega konu. Pað er gamalt
spakmæli, að mestu porskhausarnir nái fallegustu
konunum«.
(93)