Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1921, Blaðsíða 124
Konan (tók það til sín og svaraði feimnislega):
j»Nei, petta er nú oflof; pér er þetta ekki alvara!«
Prestur er að skíra barn. »Hvað á barnið að heita?«
spyr hann.
»Alexander, Cæsar, Napóleon, John Jellicoe, Lloyd
George, Bonar Law, Kitchener«.
Prestur (lágt við meðhjálparann): »Bætið meira
vatni í skírnarskálina!«
Pegar blaðið »Arnfirðingur« kom fyrst út, var það'
haft á boðstólum í Reykjavík, og gekk maður með-
pað hús úr húsi. Hann kom í Geirsbúð og spyr kaup-
rnanninn:
»Ha(ið pér séð Arnfirðing?«
»Hvað? Er hann nú týndur?« svarar kaupmaður.
»Nei, eg er hérna með hann«, mælti komumaður.
»Nú! Hvað eruð pér pá að spyrja að honum?«
Jón i Hvammi fór manna bezt með bækur. Hanrt
gætti bókasafns fyrir lestrarfélag sveitarinnar og var
mjög athugall um það, að bókunum væri skilað
óskemdum, og tók hart á misfellum. Til marks um
pað er pessi frásögn:
Einu sinni skilaði maður bók, ogskoðaðiJón hana
í krók og kring, þangað til hann verður bálvondur
og segir: »En sú meðferð á bókinni; parna á 19. blað-
síðu er komið gat, og þegar eg fletti við, sé eg líka
gat á 20. síðu. Slíkum skemdarvörgum er ekki bók.
ljáandi«.
»Heyrið pér, húsfre)Tja«, sagði maður, sem var að-
semja manntalsskýrslu, — »hve mörg börn eigið pér
eldri en sex ára og yngri en tuttugu og eins?«
»Pað skal eg segja yður«, svaraði konan. »Eg á tvö-
eldrí en sex ára og tvö yngri en tuttugu og eins«.
(94)