Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1944, Blaðsíða 30
En það má einnig sýna fram á, aS hömlustarf-
semi fer fram i heilanum, og má aðgreina ytri og
innri hömluáhrif. Ef hundinum er gerður sá grikk-
ur, að skært ljós er kveikt í byrginu um leiS og
hjallan hringir, veldur hringingin engu munnvatns-
rennsli. Þessi truflun verkar sem hömlur, er hindra,
aS hið áunna viðbragð komi i ljós. Sé tilraunin síð-
an gerð aftur á venjulegan hátt, án slíkrar trufl-
unar, kemur munnvatnið um leið og hringt er.
Ef leikið er á hundinn þannig, að bjöllunni er
hringt eins og venjulega, en hann fær engan mat,
minnkar munnvatnsrennslið smám saman, og loks
íekur fyrir það. Ekki er þó svo aS skilja, að hið
áunna viðbragð týnist með öllu við þetta eða gleym-
ist. Fái hundurinn hæfilega hvild, kemur munnvatn-
ið við næstu hringingu, eins og ekkert hafi i skor-
izt. Hér er því um aS ræða innri hömlur, sem skap-
ast með hundinum sjálfum, en hverfa aftur eftir
hæfilega hvíld.
Þá sýndi Pavlov fram á aðgreiningarhæfileika hjá
hundunum. Tilrauninni var t. d. hagað þannig:
Stundum var bjöllunni hringt og matur gefinn á
eftir, en stundum var hjöllunni hringt og samtimis
kveikt ljós, en enginn matur gefinn á eftir. Þá kom
i ljós, að hundurinn gerði mun á hringingu ein-
göngu og hringingu ásamt Ijósi. Hringing ein olli
munnvatnsrennsli, en hringing' ásamt Ijósi alls ekki.
Pavlov rannsakaði ýtarlega þennan aðgreiningar-
hæfileika hundanna. Hann notaði t. d. misháa tóna,
liti og birtubrigði i því skyni. Gerum ráð fyrir tveim
tónum. Sá hærri táknaði mat og olli munnvatns-
rennsli, en sá lægri var gabb. Lægri tónninn var
siðan smáhækkaður, til þess að komast að, hve ná-
inn hann mætti vera hinum hærri, til þess að seppa
fataðist og hann færi i ógáti að skila munnvatni út
á lægri tóninn. Kom þá i ljós, aS tónnæmið var
furSulega mikið hjá hundunum og þeir gátu aðgreint
(28)