Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1944, Side 33
friðinn“ og væri vörn náttúrunnar gegn þeim ósköp-
um, ef heilinn ætti aS taka eftir og svara eða bregð-
ast sérstaklega við hverjum tilgangslausum hégóma,
sem fyrir skynfærin ber. Á líkan hátt tókst Pavlov
að koma hundunum i ástand, er samsvarar dáleiðslu
manna og' dásvefni (trance) miðla furðu vel.
III.
Þau dæmi, sem nefnd hafa verið, verða látin
nægja, til að varpa litlu ljósi á rannsóknaraðferðir
Pavlovs og árangur tilraunanna. Mörgum mun fátt
um finnast og jafnvel hætta til að líta á slíkar rann-
sóknir sem fánýtt fikt. En ef Vel er að gáð, eru
rannsóknir Pavlovs og þær fræðikenningar, sem
hann reisti á þeim, hinar markverðustu.
Pavlov gerði rannsóknir sínar á hundum, og mun
þvi margur telja hæpið, að nokkuð megi af þeim
álykta uin tauga- og heilastarfsemi manrla, eða
hversu hún fari fram. Vissulega er hundsheilinn
frumstæðari og fábrotnari en mannsheilinn, en
fremur er þar um stigmun að ræða en eðlismun.
Pavlov greinir einföldustu heilastarfsemina einkum
i tvennt. Annars vegar sé svargæf starfsemi, jákvæð
og vökul, er birtist sem viðbragð eða svar af hálfu
taugakerfisins við áhrifum, sem berast þvi um skyn-
færin. Hins vegar sé hömlustarfsemi, aðgreinandi,
gagnrýnin, gagnvirk hinni fyrri. Auk þess ber að
nefna sjálfvirka, meðfædda viðþragðsstarfsemi af
liálfu taugakerfisins, svo sem þá, að maður deplar
augunum, ef steyttur hnefi nálgast þau, kippir að
sér hendinni, ef hún snertir glóandi ofn o. s. frv.
Svargæfa starfsemin birtist sem orð og athafnir í
tilefni af því, sem fyrir ber. En hömlustarfsemin fer
fram hið innra, er verndandi og í ætt við reynslu
og þekkingu oft og einatt. Ilvor tveggja starfsemin
a sér jafnan stað, þegar allt er með felldu og jafn-
vægi ríkir. Þegar sumir hlutar heilans eru í þjón-
(31)