Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1944, Page 34
tistu vökullar, svargæfrar starfsemi, eru aðrir hlutar
hans undir hömluáhrifum. Ef svargæfu starfseminn-
ar gætir mjög mikið, getur það orðið óþægilegt og
lýst sér i óeðlilegu tauganæmi. Þeir, sem eiga bágt
ineð svefn, kvarta t. d. um, að tifið í klukkunni
„fari í taugarnar á sér“ og trufli svefninn. Þar skort-
ir á, að hömlustarfseminnar gæti sem skyldi til að
deyfa næini tauganna á slík ytri áhrif, sem enga
nauðsyn ber til, að veitt sé athygli. Samkvæmt kenn-
ingum Pavlovs er svefninn áunnið taugaviðbragð og
hví bein heilastarfsemi, fólgin í því, að hömlustarf-
semin hafi yfirhöndina. Hún breiðist yfir heila-
iivelin smátt og smátt og geri heilabörkinn ónæm-
an á ytri áhrif á meðan. Ýmislegt má nefna, er þykir
styðja þá kenningu. Sum börn sofna ekki, nema
þeim sé vaggað, róið með þau eða gengið um gólf,
raulað eða sussað við þau. Hið fábreytta hljóðfall
vöggulagsins, oft margendurtekið, verður nauðsyn-
iegt skilyrði þess, að barnið geti sofnað. Pavlov
notaði t. d. þá aðferð að síendurtaka sama hljóðið,
til að svæfa hundana sina. Það var þeim eins kon-
ar Bí, bí og blaka.
Margir spekingar eru utan við sig og heyra naum-
ast, þótt á þá sé yrt. Það, sem gerist í kring um þá,
fer að miklu leyti fram hjá þeim, þegar sá gállinn
er á þeim. Á máli Pavlovs mundi þetta vera orðað
svo, að heili þeirra væri þá svo mjög undir hömlu-
áhrifum, að hann væri ónæmur í svipinn á ytri
smámuni, sem að eins mundu trufla þá í spaklegum
hugsunum sínum, bókalestri eða öðru slíku. Þau
svið, sem annars tæki við og svöruðu slikum ytri
áhrifum, væri i svefni, meðan önnur svið væri
glaðvakandi að fást við hugðnæmari efni.
Hvað sem segja má um kenningar Pavlos að öðru
ieyti, er ekki ofmælt, þótt sagt sé, að þær hafi
mjög aukið skilninginn á ýmsum sviðum, er mann-
inn varða. Má þar einkum nefna sálarfræði, félags-
(32)