Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1944, Page 36
ið og hrifsa þá úr greipum dauðans, sem eru svo
iangt leiddir, að þeir eru fallnir í sykursýkidá.
II.
Banting var ekki talinn neitt sérstakt gáfnaljös.
En hann var þrautseigur, lét aldrei bugast, var heið-
virSur og tilgerSarlaus. Þessir eiginleikar mörkuðu
lífsferil hans sem vísindamanns.
Erfiðleikarnir, sem hann mætti við rannsóknir
sínar, voru margir og miklir. Margir ungir og hjart-
sýnir menn höfðu trúað því, að þeir gæti leyst gátu
sykursýkinnar. ÞaS vakti því enga sérstaka aíhygli,
þegar Banting kom til Macleods, prófessors í líf-
eðlisfræði við háskólann í Toronto, og bað um hús-
næði, aðstoðarmann í 8 vikur og 10 hunda, því að
hann ætlaði að reyna að finna lækningu við sykur-
sýki. Hann varð að játa, að hann væri fremur fá-
fróður um sykursýki. Hann hafði aldrei fengizt við
vísindalegar tilraunir. Þegar hann kom úr stríðinu,
árið 1919, hóf hann sjálfstæða lækningastarfsemi.
1 28 daga beið hann eftir fyrsta sjúklingnum, og tekj-
urnar fyrsta mánuðinn námu 4 dölum. Hann gerð-
ist aukakennari við læknaskólann í Vestur-Ontario
og flutti þar fyrirlestra, til þess að hafa ofan af fyrir
sér.
Eitt sinn skyldi hann halda fyrirlestur um sykur-
sýki. Hann viðaði að sér ýmsum gögnum um sjúk-
dóminn til þess að búa sig undir fyrirlesturinn, og
lá andvaka á eftir. Örlög sykursýkisjúklinga voru
dapurleg í þá daga. Hægfara hungurdauði. Engin
lækning. Þetta rann Banting til rifja, eins og svo
mörgum á undan honum. Hann velti fyrir sér gát-
unni, og loks datt honum ráð í hug. Hann krotaði
hugmyndina á blað: „Ég bind fyrir kirtilgöng bris-
kirtilsins i hundi, bíð í 6—8 vikur meðan kirtillinn
rýrnar. Sker hann siðan úr hundinum og geri seyði.“
Með þessa hugmynd upp á vasann fór Banting til
(34)