Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1944, Side 39
var mikið magn af sykri. Hundarnir fengu með öðr-
um orðum sykursýki. Niðurstöður rannsóknanna
voru birtar 1892. Minkowski var ljóst, hve mikilvæg
þessi uppgötvun var. Hann reyndi að lækna sykur-
sjúku hundana sína með seyði af hundsbrisi, en
tókst það ekki. Fjöldi lækna víða um heim reyndi
nú að nota briskirtil til að lækna sykursýki, ýmist
með því að láta sjúklinga eta briskirtil, dæla í þá
seyði af honum undir hörundið eða í endaþarm-
inn, en tilraunir þessar máttu heita árangurslausar.
Árið 1897 komst Blumenthal nærri markinu. Hann
kreisti safann úr hráu brisi og bætti vínanda út í
hann til að ná burtu úr honum eggjahvítuefnum.
Hann dældi síðan vökvanum i dýr og menn, en
hann olli drepi lit frá sér og reyndist því ónothæf-
ur, en vökvinn reyndist auka getu likamans til a'ö
hagnýta sykurefni, a. m. lc. hjá einum sjúklingi.
Nú var smásjáin komin til sögunnar, og henni
var beint að öllum líffærum af miklu kappi. Smá-
sjárrannsóknir styrlctu þá skoðun, að sjúklegar
breytingar á brisinu væri orsök sykursýki. Við
krufningar á mönnum, er dóu úr sykursýki, kom í
Ijós við smásjárrannsókn, að svonefndar Langer-
lianseyjar i kirtlinum voru sjúklega breyttar og oft
visnaðar.
Á árunum 1908—1912 komst Zuelser allnærri
markinu. Hann fór líkt að og Blumenthal, að því
viðbættu, að hann skildi vínandann aftur frá bris-
vökvanum. Síðan dældi hann seyðinu í brislausa,
sykursjúka hunda og sykursjúkt fólk með talsverð-
um árangri, en aukaverkanir voru þó allmilclar og
óæskilegar. Menn skynjuðu, að meltingarsafarnir,
sem myndast i brisinu og berast niður í skeifugörn-
ina, væri þrándur i götu og kæmi með, þegar gert
var seyði af kirtlinum í heild sinni.
Þvi hafði verið veitt eftirtekt, að frumur þær, sem
þessir meltingarsafar myndast í, liðu undir lok, ef
(37)