Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1944, Side 40
bundið var fyrir kirtilgöngin niður í skeifugörn-
ina. Hins vegar voru Langerhanseyjarnar óskadda'ð-
ar, þótt þetta væri gert, og tilraunadýrin fengu ekki
sykursýki.
Scott hugðist að færa sér þetta í nyt, en honum
tókst ekki að binda nógu rækilega fyrir kirtilgöngin,
og þá kom heldur ekki fram sú rýrnun í frumum
þeim, er mynda meltingarsafa brissins, sem hann
hafði vonazt eftir. Fjöldi annarra visindamanna
helgaði sig þessum rannsóknum á árunum fyrir
heimsstyrjöldina 1914—1918, og má segja, að ýmsir
hafi nálega staðið með lykil að leyndardómnum í
höndunum.
Þetta yfirlit um sögu insúlínsins er lauslegt, en
það sýnir nokkuð, hve margir menn hafa lagt hönd
að verki og varðað leiðina, og svipuð er sagan um
fjölmargar aðrar uppgötvanir i vísindunum.
V.
Þegar Banting hóf tilraunir sínar vorið 1921, stóð
málið þannig, að menn vissu, að sykursýki stafaði
af skemmdum i Langerhanseyjum briskirtilsins, að
varnarefni gegn sykursýki myndaðist í þessum eyj-
um eða frumuhópum og loks, að hægt væri að eyða
óðrum frumum kirtilsins, ef bundið væri fyrir kirt-
ilgöngin, en varðveita Langerhanseyjarnar óskadd-
aðar.
Starfsáætlun Bantings var þvi mjög rökrétt. Hann
ætlaði sér að binda fyrir kirtilgöngin, láta kirtilinn
rýrna, að Langerhanseyjunum undanskildum, skera
kirtilinn burt, er nægjanleg rýrnun væri komin i
hann eftir 6—8 vikur. Þá mundu hundarnir fá syk-
ursýki, en hann mundi hins vegar vinna efni úr
leifum kirtilsins, er nothæft yrði til að lækna sykur-
sýkina.
Starfsskilyrði Bantings voru mjög ófullkomin.
Hann varð að notast við þakherbergi, illa búið að
(38)