Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1944, Síða 42
lyfinu, sem olli miklum sársauka, er því var dælt i
holdið.
Prófessor Macleod lét rannsóknir þeirra félaga til
sín taka strax og bólaði á árangri, og í fyrstu hlaut
hann heiðurinn. Hann kvaddi færan efnafræðing,
Bert Collip, til aðstoðar, og' tókst honum að hreinsa
efnið betur en áður var, og að fyrirlagi Macleods
var lyfið nefnt insúlin, dregið af latneska orðinu
insula, sem merkir eyja. I ársbyrjun 1922 var insúlín
orðið viðurkennt sem læknislyf gegn sykursýlci.
Siðar á árinu voru Banting og Macleod veitt Nobels-
verðlaunin sameiginlega fyrir þessa uppgötvun. Báð-
ir létu af hendi helming verðlaunanna, Banting til
Bests, en Macleod til Collips.
VI.
Eftir þetta var Banting sýnd margvísleg sæmd.
Borgarar Torontoborgar reistu rannsóknarstofnun
árið 1930, er ber nafn hans. Hann var og sæmdur
ýmsum heiðursmerkjum, meðal annars af Georg V.
Bretakonungi, sem var sykursjúkur. En Banting var
yfirlætislaus maður. Hann hélt rannsóknum sínum
áfram af kappi og tók til við ný og ný viðfangs-
efni. í frístundum sínum fékkst hann við að mála,
og var hann talinn meðal fremstu frístundamálara
Canadamanna.
Þegar siðari heimsstyrjöldin skall á 1939, gaf
Banting sig fram og óskaði inntöku i læknadeild
hersins sem óbreyttur liðsmaður. Hann varð þó að
sætta sig við að vera gerður að majór, og er mælí
að hann hafi fallizt á það með þessum orðuin:
„Maður getur reynt að gera sitt bezta, jafnvel í
tignarstöðu“.
í febrúar 1941 lagði Banting' upp i síðustu ferðina.
Henni var heitið til London í sérstökum rannsóknar-
erindum í þágu flugmanna. Yfir Nýfundnalandi
steyptist flugvélin til jarðar. Banting særðist hættu-
(40)