Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1944, Blaðsíða 43
lega á höfði. Flugmaðurinn meiddist líka, en fór þó
af stað að leita hjálpar. Hann varð að snúa aftur,
vegna ófærðar og kulda, enda var hann særður.
Þegar hann kom aftur að flakinu af vélinni, lá Bant-
ing nokkur skref frá því í snjónum. Hann var dáinn.
Jóhann Sæmuhdsson.
Árbók íslands 1942.
Árferði. Fyrstu mánuði ársins var tíð mild, en
umhleypingasöm, og stormar tiðir. Vorið var kaít.
Sumarið var fremur óþurrkasamt, einltum síðari
hluti þess. Vetur geklc snemma i garð.. Voru all-
harðir frostakaflar í október. Tvo siðustu mánuði
ársins var tíð fremur mild. Tún spruttu seint, en
urðu þó allvel sprottin að lokum. Mýrar voru yfir-
leitt illa sprottnar. Taða nýttist fremur vel, en út-
hey illa, einkum á Norðurlandi. Þorskafli var frem-
ur rýr. Síldarafli var góður.
Búnaður. Töðufengur var í meðallagi, en útheys-
skapur með rýrasta móti. Talsvert kvað enn að sauð-
fjársjúkdómum. Auk þess geisaði svínapest i ná-
grenni Beykjavíkur, og hundapest allvíða á landinu.
Slátrað var 365 000 dilkum (árið áður 359 000) og
um 38 000 af fullorðnu fé (árið áður 32 000). Ivjöt-
magn varð uin 5 900 tonn (árið áður 5 500 tonn).
Útflutningur kjöts var nær enginn. Af ull voru fluít
úr 57 000 kg á 337 000 kr. (árið áður 494 000 kg á
2,9 millj. kr.). Af gærum voru flutt út 439 000 stk.
á 5 240 000 kr. (árið áður 406 000 stk. á 4,7 millj.
kr.). Flutt voru út 2 177 refaskinn á 332 000 kr. (árið
áður 4 049 á 450 000 kr.) og 10 472 minkaskinn á
503 000 kr. (árið áður 3 252 á 102 000 kr.). Minkar,
sem sloppið höfðu úr búrum, gerðu allvíða usla í
alifuglum og drápu laxa og silunga í ám og vötnum.
(41)