Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1944, Síða 62
í ársbyrjun gekk Stefán Jóh. Stefánsson, fulltrúi
Alþýðuflokksins, úr þjóðstjórninni, vegna ágreinings
um kaupgjaldsmálin. Alþingi kom saman um miðjan
febrúar og stóð til maíloka. Á því þingi var með
stjórnarskrárbreytingu samþykkt ný kjördæma-
skipun. Aðalbreytingarnar voru þær, að hlutfalls-
kosning var tekin upp í tvímenningskjördæmum,
þingmönnum Rvíkur fjölgað upp í 8 og Siglufjörður
gerður að sérstöku kjördæmi. Út af stjórnarskrár-
málinu slitnaði upp úr samvinnu Framsóknar-
flokksins og' Sjálfstæðisflokksins. Myndaði Sjálf-
stæðisflokkurinn einn stjórn í maí. Ólafur Thors
varð forsætisráðherra, en Jakob Möller og Magnús
Jónsson meðráðherrar hans.
Alþingiskosningar fóru fram 5. júlí. Sjálfstæðis-
flokkurinn fékk 22975 atkv. og 17 þingmenn kjörna,
Framsóknarfl. 1 (5033 atkv. og 20 þm., Sósialistafl.
9423 atkv. og 6 þm., Alþýðufr. 8979 atkv. og 6 þm.,
Þjóðveldismenn 618 atkv. og engan þm. og Frjáls-
lyndir vinstrimenn 103 atkv. og engan þm.
Hið nýkjörna Alþingi kom saman í júlí og sam-
þykkti stjórnarskrárbreytinguna að nýju. Var svo
aftur gengið til kosninga dagana 18. og 19. okt., og
var nú kosið samkvæmt hinni nýju stjórnarskrá.
Úrslit kosninganna urðu þau, að Sjálfstæðisfl. fékk
23001 atkv. og 20 þm., Framsóknarfl. 15869 atkv. og
15 þm., Sósíalistafl. 11059 atkv. og 10 þm., Alþýðufl.
8455 atkv. og 7 þm., Þjóðveldismenn 1284 atkv. og
engan hm.
Eftir þessar kosningar kom Alþingi saman í jmðja
sinn á árinu. Þingflokkarnir gátu ekki komið sér
saman um myndun samsteypustjórnar. í desember
skipaði rikisstjóri ráðuneyti utanþingsmanna. Var
dr. Björn Þórðarson forsætisráðherra, en aðrir ráð-
herrar voru Björn Ólafsson, dr. Einar Arnórsson,
Jóhann Sæmundsson og Vilhjálmur Þór.
Nokkur merlc lög, er samþykkt voru á Alþingi: Um
(60)