Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1944, Síða 64
Saltaðar voru um 50000 tunnur síldar (árið áður
70000), en bræðslusíldaraflinn var 1544000 hl. (ár-
ið áður um 980000). Veiðibann var sett tvisvar á
síldarvertíðinni, og varð síldaraflinn því minni en
ella liefði orðið.
ísfiskur, hraðfrystur fiskur og síldarolia seldust
nær eingöngu til Bretlands. Saltfiskurinn seldist til
Portúgals og S.-Ameriku. Norðurlandssildin var að
mestu seld til Bandarikjanna, en Faxaflóasildin til
Bretlands. ísfiskur var fluttur út á árinu fyrir 107.1
millj. kr. (árið áður 97.6 millj. kr.), lýsi fyrir 21.8
millj. kr. (árið áður 20.1 millj. kr.), síldarolía fyrir
21 millj. kr. (árið áður 14.2 millj. kr.), freðfiskur fyrir
16.5 millj. kr. (árið áður 8.7 millj. kr.), síldarmjöl
fyrir 7.2 millj. kr. (árið áður 5.7 millj. kr.), óverkaður
saltfiskur fyrir 5.7 millj.kr. (árið áður 16.5 millj.kr.),
saltsíld fyrir 5.6 millj. kr. (árið áður 6.3 millj. kr.),
verkaður saltfiskur fyrir 3.9 millj. kr. (árið áður 6
millj. kr.).
Verklegar framkvæmdir. Byggingar voru miklar á
árinu, þó að byggingakostnaður væri afarmikill, og
nokkur skortur á vinnuafli. í Rvik voru byggð mörg
ný ibúðarhús og eldri hús stækkuð. Byggður var
nýr stúdentagarður, verkamannabústaðir og fjöl-
býlishús Reykjavíkur. Auk þess voru byggð i Rvík
allmörg hús til iðnrekstrar. Unnið var að byggingu
Laugarnesskirkju og hafin bygging efnisvörzluhúss
landssímans i Rvík. Seint á árinu var hafin bygging
sýningarskála myndlistarmanna. Á Akureyri var haí-
in bygging íþróttahallar og skólahúss handa gagn-
fræðaskóla og iðnskóla bœjarins. Verkamannabú-
staðir voru byggðir á Akureyri, ísafirði, i Hafnar-
firði og Vestmannaeyjum. Sundhöll var gerð í Hafr.-
arfirði, og unnið var að gerð sundhalla og sund-
lauga víðar á landinu. Allmargar opinberar bygg-
ingar voru reistar auk þeirra, sem þegar er getið,
t. d. kirkjur, skólahús og sjúkrahús. Nokkur ný
(62)