Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1944, Side 66
Randaríkjanna 18.7 millj. kr. (árið áður 22.8 millj.
kr.), til Portúgals 2.G millj. kr. (árið áður 3.2 millj.
kr.). Nokkur útflutningur var til Færeyja og landa
í Mið- og Suður-Ameríku.
Verzlunarjöínuður varð óhagstæður, en hafði ver-
ið mjög hagstæður árið áður. Verðmæti útfluttra vara
nam um 200 millj. kr. (árið áður 188.0 millj. 'kr.i,
en verðmæti innfluttra vara um 248 millj. kr. (ávið
áður um 130 millj. kr.). Hinn óhagstæði verzlunar-
jöfnuður stafaði einkum af auknum innfiutningi
erlends varnings og stöðvun togaraflotans í árslok.
Inneignir íslendinga í útlöndum héldu þó áfram að
aukast. Voru þær um 285 millj. kr. í árslok 1042
(um 165 millj. kr. í árslok 1941). Stafaði þessi aukn-
ing aðallega af vörukaupum hinna erlendu herja
hér á landi og setuliðsvinnu íslendinga.
Verðmæti ísfisks nam rúmum helmingi af verð-
mæti útflutningsins. Verðmæti lýsis og sildaroiíu
nam hvort um sig um 10% af heildarútflutningnum.
Aðrar mikilvægar útflutningsvörur voru freðfiskur,
saltfiskur, síldarmjöl, saltsíld og gærur. Af innflutt-
um vörum kvað mest að álnavöru, kolum, olíu, trjá-
viði, málmum, vélum, raftækjum, bifreiðum, korni,
pappírsvörum, salti, sementi, skófatnaði, svkur-
vörum, ávöxtum, glervörum, lyfjum og efnum til
iðnaðar. Viðskiptasamningur var gerður við Banda-
rikin i árslok 1941 og endurnýjaður i júni 1942.
Samkvæmt honum keyptu Bandaríkjamenn afurðir
íslendinga, þó að megnið af þeim væri flutt til Bret-
lands. Var þvi andvirði þeirra greitt í dollurum,
svo að hægt var að kaupa varning i Bandarikj-
unum.
Gengi íslenzkrar krónu hélzt óbreytt. Kaupmátt-
ur krónunnar innanlands hélt áfram að rýrna. Vísi-
talan var í ársbyrjun 183, en í árslok 272.
í desembermánuði var stofnað kaupþing í Rvík.
Þar fara fram opinber verðbréfaviðskipti og skrán-
(64)