Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1944, Blaðsíða 68
úr því landnámi sprettur vísirinn að fiskimannastéít
landsins. En þótt nú væri svo komið, að marka mætti
mönnum bás eftir atvinnuháttum, sinnti tómthúsfólk-
iS viS sjóinn enn um langan aldur landbúnaSarstörf-
um nær jöfnum höndum við fiskveiðarnar. Má það
gleggst marka á því, að um aldamótin 1800 er talið,
að aðeins % % af landsmönnum lifi eingöngu á fisk-
veiðum.
Stjórnarbótin 1874 og gleðivíma þúsund ára há-
tíðarinnar hristi upp í landsmönnum, dró úr sár-
asta doðanum, svo að þeir hugsuðu til hreyfings
með meiri hvatvísi og djörfung en áður. Hér og
hvar um landið skutu ókunnir kvistir öngum. Vor
virtist í lofti og heiði í huga. Sumir þessir frjóangar
dóu i næstu haustsnjóum, en aðrir festu rætur og
döfnuðu í skjóli manndóms vaknandi þjóðar. Hug-
myndin um Eimskipafélag íslands spratt fyrst upp
í Húnaþingi 1874, en var ein af þeim kvistum, sem
köfnuðu undir fyrstu snjóum.
Við þessi aldaskipti i sögu þjóðarinnar var og
hrotið við blað i sögu sjávarútvegsins, þvi að nú var
tekið að viða að í þann grunn, sem nauðsynlegur
hefur reynzt fyrir þá stórútgerð, er hér hefur síðar
risið upp.
II
Árið 1870 er talið, að 9.8% af landsmönnum
síundi fiskveiðar. Ekki má þó einblína um of á þessa
tölu, því að enn eiga bændur drjúg itök í fiskveið-
unum og senda vinnumenn sína til róðra sem fyrr.
Á árunum 1873—75 voru að meðaltali i landinu
3375 opin skip og 64 þilskip. Á þessu sama tíma-
bili var flutt úr landi að meðaltali á ári 22075 skpd.
af saltfiski og 845 skpd. af harðfiski.
Þilskip íslendinga um þessar mundir voru öll
mjög lítil og ekki til þess að sækja á þeim langt á
haf út. En þeim hafði fjölgað nokkuð síðustu árin,
(66)