Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1944, Page 77
izt meir en í því hlutfalli. Það virðist því ekki hafa
verið að ófyrirsynju, þótt menn vænti sér einhvers
stuðnings af hálfu hins opinbera til handa sjávar-
útveginum. En hér var við ramman reip að draga,
enda var eftirtekjan rýr.
En þrátt fyrir litinn skilning' og velvilja af hálfu
Alþingis i þessum efnum, fjölgaði skipunum stöð-
ugt, og voru alls orðin 128 árið 1897. Á þessum skip-
um stunduðu rösklega 1400 menn veiðar. Skipin
slækkuðu einnig stöðugt, og 1903 var svo komið, að
af 137 skipum voru 77 yfir 50 rúmlestir og' 40 stærri
en 80 rúmlestir. Réttri hálfri öld áður voru 25 þil-
skip i landinu og hið stærsta þeirra 15 lestir. Árið
1906 tók fyrir fjölgun þilskipanna, en þau urðu
aldrei fleiri en þá, eða alls 169. Voru þau samtals
7047 rúmlestir brúttó. Á þessum skipum stunduðu
veiðar um 2200 menn. Af þessum skipum voru 72 i
Sunnlendingafjórðungi, 55 í Véstfirðingafjórðungi,
41 í Norðlendingafjórðungi og 1 á Austfjörðum. í
Reykjavík voru þá 42 þilskip, og fleiri urðu þau
aldrei. Fram að 1900 voru skipin oftast flest i Vest-
firðingafjórðungi, en á Suðurlandi úr því. Þau voru
(75)
Friðrik Ólafsson.
M. E. Jessen.