Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1944, Side 80
V.
Bátaeign landsmanna hafði um langt skeið verið
allmikil að tölunni til, en mikið af bátunum voru
iitlar og lélegar fleytur. Árið 1874 áttu landsmenn
3300 opin skip, en rösklega helmingurinn af þeim
rnátti heita tveggja manna för, þriðjungurinn fjög-
urra og sex manna för, en hitt voru stærri róðrar-
skip, allt upp í tólfróin. Þegar þilskipin koniu til
sögunnar, tók opnu bátunum að fækka, en jafnframt
stækkuðu j)eir. Má gleggst sjá það á því, að árið
1903 áttu landsmenn 2006 opin skip, en þar af voru
aðeins 158 tveggja manna för og 286 fjögurra manna
i'ör. Opnu skipin voru jafnan langflest í Vestfirð-
ingafjórðungi, en nokkuð svipuð í hinum fjórðung-
unum. Enginn efi er á því, að þilskipaútgerðin átti
drjúgan þátt í því að opnu skipin stækkuðu, eins
og áður er getið.
Þótt þilskipaútvegurinn væri nú orðinn mikilvirk-
ur, var afli hans þó jafnan miklu minni en báta-
útvegsins. Árið 1906, þegar þilskipaútgerðin náði
hámarki sinu, var um 360 manns fleira á bátaútveg-
inum en þilskipunum. Hluti opnu bátanna i aflanum
var þá 67.7%. En aftur á móti aflaðist mun betri
fiskur á þilskipin en bátana.
Lengst af veiddu landsmenn nær eingöngu á hand-
færi. Lóðir komu reyndar nokkuð snemma til sög-
unnar, en iengi vel var það veiðarfæri lítið notað
saman borið við handfærið. í fyrstu reru menn
sumsstaðar jöfnum höndum með lóð og handfæri,
en lóðin var stutt, aðeins einn flaski, eða 120 önglar.
Sem dæmi þess, hversu lóðin varð seint almennt
veiðarfæri, má minna á það, að Vestmannaeyingar
byrjuðu eigi að ráði að nota lóðir fyrr en 1897; en
undanfarin ár höfðu þeir kynnzt lóðanotkun á Aust-
fjörðum. Á þilskipunum var eigi um annað veiðar-
i'æri að ræða en handfæri. Geir Zoega lét 1906 gera
lilraun með lóðaveiðar á þilskipum, og voru bát-
(78)