Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1944, Qupperneq 86
anir til þess að fá vél í sexæring, sem hann átti við
annan mann. Var vélin komin í bátinn í nóvember
1902. Hún var ekki stór, aðeins tveggja hestafla
Möllerupsvél. Með vélinni kom frá Danpiörku ungur
maður, J. H. Jessen. Setti hann vélina i bátinn og
kenndi Árna að fara með hana. Menn höfðu i fyrstu
hálfgerða ótrú á þessari nýjung, en þegar Árni fékk,
fyrsta daginn, sem hann reri í Bolungavík, tvær
hleðslur meðan árabátarnir fengu eina, breyttist
álitið á vélunum fljótt. Þremur árum síðar voru
komnir vélbátar í alla fjórðunga landsins. Til sair-.-
anburðar má geta þess, að 1903 voru aðeins 3 vél-
bátar í Noregi.
Það, sem mjög háði mönnum um sinn í sambandi
við þessi atvinnutæki, var kunnáttuleysi i meðferð
vélanna. Þegar fyrsti vélbáturinn kom tii Vest-
mannaeyja, varð að róa honum i land, vegna þess
að enginn kunni að setja vélina í gang. Noklcur við-
leitni var þó í þá átt að bæta úr þessum þekkingar-
skorti. J. H. Jessen, sá er kom með fyrstu vélina ti!
landsins, settist að á ísafirði og kom þar upp véla-
verkstæði fyrir atbeina útvegsmanna. Var það vél-
bátaútveginum vestra til ómetanlegs gagns. Björn
Jörundsson í Hrísey sendi Ólaf son sinn til Dan-
merkur og lét hann dveljast þar vetrarlangt í véla-
verkstæði, áður en hann fékk fyrstu vélina til Norð-
urlands. Skömmu síðar sendi Gisli J. Johnsen í
Vestmannaeyjum mann út til þess að læra að fara
með vélar og gera við þær. — Bjarni Þorkelsson
skipasmiður var fyrsti umboðsmaður fyrir bátavél-
ar hér á landi, og einnig varð hann fyrstur hér-
lendra manna til að smíða bát undir vélar, og smið-
aði hann fjölmarga slíka báta. Um svipað leyti byrj-
aði Otti Guðmundsson vélbátasmiðar. O. Ellingsen,
þáverandi forstjóri slippsins, tók og að láta smiða
sléttsúða vélbáta, en það hafði hann lært í Noregi.
Annars var megnið af fyrstu vélunum, er konni
(84)