Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1944, Síða 87
liingað til lands, sett í gömlu róðrarskipin.
Mjög margir bátar voru og keyptir frá Danmörku.
Haustið 1905 kom Sigurður Sigurfinnsson með
nýjan 13 rúmlesta bát til Vestmannaeyja, og var
það fyrsti vélbáturinn, sem siglt var til íslands frá
útlöndum.
Hvergi náði vélbátaútgerðin jafn örum vexti og i
Vestmannaeyjum, enda varð þar meiri bylting í smá-
útgerðinni um aldamótin en í nokltrum öðrum stað
á landiniu. Aldamótaárið lögðu Vestmannaeyingar
niður gömlu skipin sín og tólui upp ný skip með
færeysku lagi, en 1908 voru þau flest horfin og nýir
vélbátar komnir í staðinn. Veturinn 1906 gengu
fyrstu vélbátarnir til veiða úr Eyjum. Á næstu ver-
tíð voru þeir orðnir 18 að tölu, og aflaðist þá svo
vel á þessa báta, að sumir þeirra borguðu bæði sig
og útgerðina. Veturinn 1908 voru bátarnir orðuir
30—40, og voru flestir þeirra keyptir frá Danmörku.
Fjölgun vélbátanna var og ör annars staðar á land-
inu. T. d. keypti Ivonráð Hjálmarsson á Norðfirði
11 vélbáta árið 1906.
Þremur árum síðar en fyrstu vélbátarnir komu ti!
sögunnar, bar Valtýr Guðmundsson, 2. þm. Gullbr.
og Kjós., fram frumv. til laga um stofnun Fiskveiða-
sjóðs íslands, og varð það að lögum á því þingi.
Lög þessi héldust óbreytt til 1930, en þá voru sjóðn-
um sett ný lög, sem á voru gerðar allmiklar breyt-
ingar 1938. Höfuðviðfangsefni Fiskveiðasjóðs hefur
]»ó alltaf verið hið sama, að styðja að gengi sjávar-
útvegsins með hagkvæmum lánum til skipakaupa og
stofnunar iðjufyrirtækja í sambandi við fiskveiðar.
Stofnun þessi hefur jafnan liaft of þröngt um hend-
ur, þótt hún hafi hins vegar getað fullnægt eftir-
spurninni eftir lánum innan þeirra takmarka, sem
starfsemi hennar hefur verið sett með löggjöfinni.
En þau takmörk hafa jafnan þótt um of einskorðuð.
En þrátt fyrir það hefur Fiskveiðasjóður íslands
(85)