Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1944, Page 89
Jok siðustu styrjaldar, að litlar skipasmíðastöðvar
íóru að rísa upp í stærstu kaupstöðunum, en ekki
var þó um að ræða miklar skipasmíðar á næstunni.
Arið 1925 voru smíðuð skip, sem námu alls 219 rúm-
lestum, en áður hafði ekki verið smíðað jafn mikið
á einu ári. Fram til 1940 komst rúmlestatala smið-
a.ðra skipa hér á landi hæst 1939 og náði að verða
435. Það ár var smíðað stærsta skip, sem fram til
J)ess tíma hafði verið gert hér á landi. Var J)að
smíðað i Vestmannaeyjum og var 115 brúttó rúml.
að stærð. Skip þau, sem smiðuð voru á tímabilinu
1925—1940 voru flest smíðuð á Akureyri, næst kom
ísafjörður og þriðji staðurinn i röðinni var Rvík.
í sambandi við skipasmiðar og viðgerðir á bátum
komu dráttarbrautir. Næst á eftir slippnum i Rvík
var dráttarbrautin i Njarðvíkum reist 1916, og það
sama ár var Skipabraut Ísafjarðar formlega stofnuð,
cn til starfa tók hún ekki að ráði fyrr en 1921. Bárð-
ur G. Tómasson hefur stýrt henni og smiðað fjöl-
marga báta. Hann inun vera fyrsti islenzki skipa-
verkfræðingurinn. Síðan hefur dráttarbrautum fjölg-
að nokkuð.
Fyrsta fiskimjölsverksmiðjan í landinu var reist
i sambandi við vélbátaútveginn. Var hún stofnuð í
Vestmannaeyjum 19,13. Fyrsta niðursuðuverksmiðj-
an var reist skömmu eftir að vélbátaútgerðin hófst.
Pétur Bjarnarson lét reisa niðursuðuverksmiðju á
ísafirði 1906, og' starfaði hún um sex ára skeið.
Lýsisframleiðslan tók og nokkurum framförum á
Jiessum árum. Árið 1916 voru sett lög um lýsismat,
en finnntán árum áður var byrjað á gufubræðslu á
lifur hér á landi. I sambandi við vélbátaútveginn hafa
starfað tvær netjagerðir, önnur í Vestmannaeyjum
en hin að Álafossi. Árið 1935 var Veiðarfæragerð ís-
lands stofnuð, og hefur hún siðan spunnið megnið
af þeirri línu, sem vélbátaútvegurinn hefur notað.
Hampiðjan tók og til starfa um svipað leyti.
(87) v