Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1944, Side 90
Fyrsta ábyrgðarfélag fyrir opna báta hér á landi
var stofnað í Vestmannaeyjum 1862, fyrir forgöngu
Bjarna E. Magnússonar sýslumanns. Félag þetta hét
í upphafi Skipaábyrgðarfélag Vestmannaeyja, en
þegar vélbátarnir komu til sögunnar, var það nefnt
Bátaábyrgðafélag Vestmannaeyja. Síðan 1862 hefur
félag þetta starfað óslitið, Vestmannaeyingum til
hins mesta gagns, enda má ótvírætt telja það merk-
ustu stofnun af þessu tagi. Um 1890 var stofnaður
Ábyrgðarsjóður opinna róðrarbáta í Árnessýslu.
Þessi tvö tryggingarfélög voru hin einu á öllu land-
inu fyrir opin skip. Þegar vélbátarnir komu til sög-
unnar, þótti meira í húfi, og kom þá nokkur skriður
á stofnun ábyrgðarfélaga fyrir báta og skip. ísfirð-
ingar stofnuðu félag 1903, Eyfirðingar 1909 o. s. frv.
Samábyrgð íslands á fiskiskipum var stofnuð með
lögum 1909, en tók til starfa i byrjun árs 1910 og
hefur starfað síðan. Höfuðtilgangur þess félagsskap-
ar var að endurtryggja fyrir önnur félög nokkurn
hluta þeirrar áhættu, sem þau tækist á hendur. Árið
1937 voru samþykkt lög uin vátryggingarfélög fyrir
vélbáta. Fela þau í sér . skyldutryggingu, og hefur
landinu verið skipt niður i ákveðin tryggingarsvæði.
Kostnaðurinn við vélbátaútgerðina var mikill, en
eftirtekjan var margföld. Það varð ekki til að draga
úr kostnaðinum, hvað menn voru almennt svo að
segja alls óvísir um meðferð og hirðingu véla.
Tveimur árum síðar en Fiskifélag íslands var stofn-
að réð það til sín lærðan vélfræðing, en það var
Ólafur Th. Sveinsson, núverandi skipaskoðunar-
stjóri. Árið 1914 gaf Fiskifélagið út bækling, er hét
„Leiðarvísir um hirðingu og meðferð mótora“.
Hafði Ólafur samið hann ásamt Bjarna Þorkelssyni
skipasmið. Rit þetta mun eflaust hafa komið að
nokkrum notum, en hitt var þó meira um vert, að
vélfræðiráðunautur félagsins tók að halda námskeið
á vegum þess og ferðast um landið útvegsmönnum
(88)