Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1944, Síða 95
Halldór Þorsteinsson. Hjalti Jónsson.
Thor Jensen, en meðstofnendur -voru 5 duglegir og
reyndir þilskipaskipstjórar, og urðu þrír þeirra siðnr
skipstjórar á togurum. Skipstjórarnir, sem stofnnðu
Alliance voru: Jón Ólafsson, er var formaður fé-
lagsins 1911 og siðar alþm. og bankastjóri, Halldór
Þorsteinsson, sem var skipstjóri á fyrsta skipi félags-
ins, Magnús Magnússon, um skeið kennari við stýri-
mannaskólann, Ivolbeinn Þorsteinsson og Jón Sig-
urðsson. Félagið lét smíða nýjan tog'ara, er var 2.59
brúttó rúml. að stærð. Var hann skírður Jón forseti
og kom hingað til lands í janúar 1907.
í marzmánuði þetta sama ár kom togarinn Marz,
er var eign Fiskveiðahlutafélagsins íslands. Að þvi
stóðu einkum framkvæmdasamir þilskipaskipstjórar
eins og að Alliance. Má þar nefna Þorstein Þor-
steinsson, Gunnstein Einarsson og Hjalta Jónsson,
er var skipstjóri á fyrsta skipi félagsins. Síðar á ár-
inu hættist þriðji togarinn i hópinn, en það var
Snorri Sturluson, eign Péturs J. Thorsteinsson &
Co. Þessir togarar hyrjuðu allir ísfisksölu á brezk-
an markað haustið 1907, og síðan hafa íslenzkir
togarar selt ísfisk í Englandi á ári hverju.
(93)