Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1944, Page 97
lendir gerðir út héðan, og er veiði þeirra talin meS
í togaraaflanum.) ÁriS 1930 voru togararnir 41 og
hafa aldrei veriS fleiri. Rúmlestamagn þeirra var
13800, eSa um 60% af skipastólnum. Hluti þeirra í
veiðinni var þá 37%. Ekki er óliklegt aS ýmsum finn-
ist hlutdeild togaranna í veiðinni undarlega litil. En
þess má geta til skýringar, að á árunum 1921—1930
bættust fiskiflotanum mörg litil gufuskip, er stund-
uSu þorskveiSar með línu á vetrum, en sildveiði á
sumrum. Þessi skip voru 35 talsins 1930, en það ár
urðu þau flest. Arið 1940 voru togararnir 34, um
11800 rúml., eða 45% af rúmlestamagni fiskiflotans.
Á þessum 10 árum fækkaði þeim um 7, og uppistaðan
i togaraflotanum nú er enn þau skip, sem honum
hættust um og cftir 1920. Síðan 1930 liafa landsmenn
ekki látið smíða handa sér botnvörpuskip og fá keypt
nýleg.
Togaraútgerðinni var það nokkuð bagasamt, hve
lítill kostur var á lærðum vélstjórum fyrstu árin.
Árið 1911 var byrjað að kenna vélfræði í Stýri-
mannaskólanum, og hafði danskur maður, M. E. Jes-
sen, þá kennslu á hendi. Hafði liann þá nýlokið prófi
(95)
Einar I’orgilsson.
Ágúst Flygenring.