Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1944, Page 99
Thorvald Krabbe. Emil Jónsson.
gegndi henni þar til í mai 1937. Nær aliir vitar
landsins hafa þvi verið reistir á því tímahili, sem
hann sinnti þessum störfum. Þegar iiðin voru 60 ár
frá því að fyrsti vitinn var reistur, voru vitarnir
orðnir 120 talsins, og kom því 1 viti á hverja 20 km
ytri strandlínu. Á þessu tímahili var stofn- og rekst-
rarkostnaður vitanna rúmlega 6% milljón króna.
Þessi tekjustofn hefur fengizt með vitagjaldinu, en
]>að var fyrst lagt á 1878, er kveikt var á Reykja-
nesvitanum. Gjald þetta hefur verið misjafnt á ýms-
um tímum, en fyrst 1909 náði það til allra skipa,
sem komu frá útlöndum, hvar sem þau komu að
landinu, enda voru þá vitar komnir kringum alit
landið, þótt fáir væri. Komið hefur fyrir, að nokk-
uð hafi á skort, að vitagjaldið hafi óskipt verið
látið renna til vitanna, og hafa sjómenn kunnað því
iila. FVrsti radióvitinn var settur upp í sambandi
við Dyrhólaeyjarvitann 1928. Árið 1937 var Emil
Jónsson verkfræðingur skipaður vitamálastjóri og
hefur verið það síðan.
Laust fyrir miðja 19. öld tóku bændur að mynda
með sér félagsskap víðsvegar um land, og 1899 stofn-
(97) 5