Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1944, Qupperneq 108
ekki hvað sízt um og eftir 1920. Þess má og geta,
að löggjafarvaldið bjó þannig að þessum atvinnu-
rekstri, að til torveldunar var. Næstu árin eftir 1920
voru síldarútvegsmönnum erfið í skauti. Voru þá
uppi ýmsar ráðagerðir um, hvað gera skyldi til að
ráða bót á vandkvæðunuin. Niðurstaðan varð að
iokum sú, að á Alþingi 1928 voru sett lög uin stofn-
un Síldareinkasölu íslands. Einkasalan tók til starfa
1928 og endaði feril sinn 1931. Starfsemi hennar var
með þeim hætti, að ekki réðst fram úr þeim vand-
ræðum, sem fyrir voru, og að lokum beið einka-
sölunnar stórkostlegt gjaldþrot. Árið 1934 voru sam-
þykkt lög um Sildarútvegsnefnd, en hlutverk hennar
var að afla markaða fyrir síld og sjá um sölu á
sildarframleiðslu landsmanna. Þessi skipan hclzt
enn, og hefur hún átt drjúgan þátt í að skapa þess-
ari framleiðslu tryggari grundvöll, m. a. með auk-
inni verkunarleikni og meiri vöruvöndun. Árið 1933
var löggilt mat á matjessíld og skozkverkaðri síld.
Magnús Andrésson, núverandi útgerðarm. í Reykja-
vík, varð til þess að innleiða hér matjesverkun á
síld 1926, og hefur það ekki haft óverulega þýðingu
fyrir saltsíldarframleiðsluna, að landsmenn tóku þá
verkunaraðferð upp. — En nú er fyrir nokkru svo
komið, að saltsildin, sem síldarútvegur landsmanna
byggðist á um 30 ára skeið, er ekki orðinn nema
örlítill hluti af framleiðsluvörum landsmanna, og
er sildariðnaðurinn orsök þess.
Nokkru eftir aldamótin tóku Norðmenn að reisa
síldarverksmiðjur og vinna olíu úr síldinni, en slíkt
höfðu Ameríkumenn þá gert um nokkurt skeið. Árin
1910 og 1911 voru fyrstu sildarverksmiðjurnar reistar
í Siglufirði. Voru þær tvær í fyrstu, báðar eign Norð-
manna. Úr þvi fjölgaði þeim nokkuð, og 1925 voru
starfræktar liér 7 síldarbræðslur. Árið eftir keypti
h.f. Kveldúlfur sildarverksmiðjuna á Hjalteyri og hóf
starfrækslu hennar 1927. Um þessar mundir voru hin-
(106)