Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1944, Qupperneq 110
þetta sama ár voru settar síldarvinnsluvélar í tog-
arann Reykjaborg, með það fyrir augum að bræða
síldina um borð.
Árið 1920 stunduðu 42 íslenzk skip sildveiðar,
1930 125 og 1940 217 skip, og eru þá aðeins talin
lierpinótaskip. Aukning þátttökunnar í síldveiðinni
sýnir m. a. ljóslega, hversu síldarútvegurinn hefur
aukizt á þessu tímabili. Vandséð er, hvernig þjóðin
hefði átt að standa af sér erfiðleika kreppuáranna,
ef ekki hefði áður verið lagður grundvöllur að álit-
legum rekstri síldariðnaðar í landinu.
IX,
Tímabilið 1934—1940 má telja hið erfiðasta í sögu
sjávarútvegsins. Fór saman mikið aflaleysi og missir
á mörkuðum fyrir aðal framleiðsluvöru landsmanna
—- saltfiskinn. Árið 1932 mynduðu saltfiskframleið-
endur með Sér sölusamband til þess að draga úr
hinni óeðlilegu samkeppni, er verið hafði í saltfisk-
sölunni undanfarin ár, og skapa þar með meira ör-
yggi fyrir þessa framleiðsluvöru. Árið eftir voru svo
fluttar út 62 þús. smál. af saltfiski, og hefur sá út-
flutningur aldrei orðið meiri. Leið nú brátt að því,
að markaðurinn á ítaliu þrengdist og Spánarmarkað-
urinn lokaðist nær með öllu. Kom þá enn gleggra í
ljós en fyrr, hve einhæfnin í framleiðsluháttum sjáv-
arafurðanna gat verið þjóðinni hættuleg. Fiskverð
lækkaði nú mjög, og afli brást, svo að róður-útvegs-
manna gerðist æ þyngri með hverju ári, sem leið.
Urðu margir að leggja árar í bát, en aðrir að sjá
af eignum sínum að meira eða minna leyti. Árið
1935 var vélbátaútgerðinni veitt svipuð kreppuhjálp
og bændastéttinni, en það ár voru samþykkt lög
um skuldaskilasjóð vélbátaeigenda. Lögum þessum
var síðar breytt þannig, að þau voru einnig látin
ná til eigenda línugufuskipa. Aðstoð þessi varð
bátaútveginum að nokkru liði, en tapreksturinn hélt
(108)