Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1944, Side 111
áfram, og mátti svo heita, að útvegurinn væri aS
hruni kominn, þegar gengi krónunnar var lækkað
um 18% vorið 1939. Ekki er unnt að ráða, að hverju
gagni þessi ráðstöfun hefði komið, þvi að áhrifa
stríðsins fór að gæta skömmu síðar, og vænkaðist
liagur útgerðarinnar skjótt úr því.
Myndarleg tilraun var gerð til þess að bæta úr
missi saltfisksmarkaöanna með því að reyna nýjar
verkunaraðferðir og öflun nýrra markaða. Á haust-
þinginu 1934 voru samþykkt lög um Fiskimála-
nefnd, útflutning á fiski, hagnýtingu markaða o. fl.
Lögum þessum var breytt nokkuð ári siðar, og var
Fiskimálasjóður þá stofnaður, en hlutverk hans var
að styðja menn með styrkjum eða lánum til þess að
stunda veiðar með nýjum aðferðum, reyna nýjar
verkunaraðferðir og gera tilraunir með útflutning
og sölu sjávarafurða á nýja markaðsstaði. Mikið gagn
varð að þessum ráðstöfunum, og er ein nýjungin,
sem þá var fitjað upp á, orðin einn mikilvirkasti
þátturinn í framleiðslu sjávarafurða.
Sumarið 1935 var byrjað að veiða karfa með það
íyrir augum að bræða hann eins og síld. Átti Þórður
Þorbjarriarson fiskiðnfræðingur frumkvæði að þvi.
11 íkisverksmiðjurnar byrjuðu á afhallandi sumri að
hræða karfa í stórum stil. Árangurinn varð góður
þegar i fyrstu, því að fullyrða má, að karfaveið-
arnar hafi bjargað fjárhagslegri afkomu togaranna
þetta eindæma síldarleysisár. Næstu tvö árin voru
karfaveiðar almennt stundaðar, en úr þvi fóru þær
minnkandi.
Um þessar mundir hófst niðursuða á rækjum,
harðfiskverkun og söltun ufsaflaka. Hvalveiðar voru
og nokkuð stundaðar á þessum árum. Sölusamband
isl. fiskframleiðenda lét reisa niðursuðuverksmiðju
1938, og í kjölfar hennar komu fleiri slíkar verk-
smiðjur. Síðast en ekki sízt ber svo að nefna hrað-
frystingu fislcs. Þegar Fiskimálanefnd tók til starfa,
(109)