Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1944, Page 113
(5000 rúml., en 1940 voru þilskip fiskiflotans 577
(stærri en 12 rúml.), eða samtals 26 þús. rúml., og
voru þau öll vélknúin. Arið 1900 lifSu af fiskveiS-
um eingöngu 9000 manns (11.4%), en 23400 1930,
eSa 21.5% af þjóSinni. Á tímabilin 1920—1930 jókst
mannfjöldinn, er afkomu hafSi af fiskveiSum, um
30%. Fyrstu 5 árin eftir aldamótin, var útflutning-
ur á fiski 15 þús. smál. á ári, en óx stöSugt, unz
hann komst upp í 100 þús. smál. 1932 ( aS síld og
síldarafurSum undanskildum). Á tímabilinu 1916—
1940 hefur verSmæti útfluttra sjávarafurSa jafnan
numiS meira en % af verSmæti allrar útfluttu vör-
unnar.
Þennan þátt ber aS skoSa sem lauslegt yfirlit yfir
vöxt og þróun sjávarútvegsins á tímabilinu 1874—
1940. í slíku yfirliti verSur aS láta margs ógetiS og
aSeins aS drepa á þau atriSin, er mestu máli skipta.
Ég vona, aS mér hafi ekki sézt yfir marga mikil-
væga þáttu i þessari uppistöSu, og biS ég þá, er lesa,
aS virSa mér til betra vegar, ef eitthvaS kynni aS
vera mishermt.
Ritað í ágúst 1943.
Lúðvík Kristjánsson.
(111)