Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1954, Blaðsíða 73
vextir í Borgarfirði, m. a. í Hvitá, Norðurá, Þverá,
Reykjadalsá, Flóku og Grímsá, svo að umferð teppt-
ist allvíða. Um sama leyti ollu vatnavextir nokkru
ijóni i Þykkvabæ, Reykhólasveit, Húnavatnssýsiu,
Eyjafirði og víðar. 22. febrúar olli jakastífla flóðöldu
í Sléttá í Svínadal í Austur-Húnavatnssýslu. Skail
fióðaldan á samkomuhúsið við Auðkúlurétt, gerði þar
mikinn usla og kona ein slapp nauðulega með tvö
börn sin. 27. maí var afspyrnurok víða sunnanlands
og urðu þá víða skemmdir, t. d. á gróðurhúsum á
Laugarvatni, og útihús fuku í Austur-Skaftafellssýslu.
2. okt. var rok og úrhellisrigning um Vestfirði. Fé.iu
þá skriður viða i Önundarfirði og Dýrafirði, m. a.
úr fjallinu Þorfinni og á Keldudalsveg i Sveinseyrar-
hlið. 5. okt. varð tjón á bátum á Patreksfirði af völd-
um ofviðris. Þá urðu og skemmdir víðar á landinu,
m. a. i Rvik og Stykkishólmi.
Jarðskjálfta varð vart, aðallega á Suðvesturlandi.
12. marz fannst snarpur jarðskjálftakippur i nágrenni
Faxaflóa. 16. maí fannst annar snarpur kippur við
sunnanverðan Faxaflóa, og urðu þá nokkrar skemmdir
á gróðurhúsum i Krísuvík. Jarðskjálftakippur fannst
í Grindavík 24. okt.
Margs konar einkennileg ljósfyrirbrigði í lofti sáust
víða um land siðustu mánuði ársins.
Snjógæs var handsömuð á Akranesi, og liefur sú
fuglategund aðeins einu sinni áður sézt á íslandi.
Mikið var unnið að náttúrurannsóknum, bæði af
innlendum og erlendum vísindamönnum. Rannsókna-
ráð rikisins lét halda áfram rannsóknum á málmgrýti
á Lónsheiði. Rannsakað var blágrænt molaberg í Beru-
firði ej^stra, og er talið, að nota megi það til skrauts.
Unnið var að brennisteinsvinnslu á Námaskarði. Litið
fannst af nothæfum kristöllum í silfurbergsnámunni
á Helgastöðum.
Unnið var áfram að athugunum á hagnýtingu bík-
steins i Loðmundarfirði. Rannsakaðir voru möguleikar
(71)