Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1954, Blaðsíða 112
fædd á HólmavaSi í Suður-Þingeyjarsýslu árið 1883,
en fluttist á sjötta ári með foreldrum sinum til Kan-
ada, þar sem faðir hennar nam land. Hún stundaði
nám og síðan kennslu í Winnipeg, en hefur búið i
Bandaríkjunum, vestur á Kyrrahafsströnd, siðan hún
giftist. Henni var boðið heim til íslands árið 1935,
og stóðu Ungmennafélögin og fleiri samtök að þvi
boði. Árið 1939 kom út eftir hana i Reykjavik ljóða-
bókin Kertaljós. Frú Jakobína yrkir á hreinu og
fögru máli, þó að hún færi barn að aldri brott af
ættlandi sínu, og hún er mjög smekkvís á allt form
kvæðanna. Flest af Ijóðunum i Kertaljósum eru ýmist
tengd börnum hennar eða íslandi og íslendingum, og
er yfir þeim flestum mjúklegur og listrænn blær.
Kvæðið Íslenzk örnefni er sérltennilegt og skemmti-
legt og sýnir, hve íslenzkar nafngiftir hafa orkað á
tilfinningar skáldkonunnar.
Bókin Vestan um haf, sem út kom hjá Menningar-
sjóði árið 1930, var fróðlegt rit og þarflegt. Það mun
nú uppselt, en æskilegt væri, að það kæmi út á ný,
aukið og endurbætt, og mætti þá vel vera tvö bindi.
Hin mikla ræktarsemi Vestur-íslendinga við íslenzkt
mál og islenzkan kveðskaparhátt ber íslenzkri menu-
ingu og menningarerfðum fagurt vitni og mætii
verða ungum íslendingum, sem um sveima áhrif viðs
vegar að úr heiminum — og þá einkum frá engil-
saxneskum þjóðum — nokkur mælikvarði á það, hve
islenzk menning er dýrmætur arfur.
(Reykjavik i mai og júní 1952)
(110)